Búfræðingurinn - 01.10.1951, Blaðsíða 126
124
BÚFRÆfilNGURlNN
ur þokazt nær landsháttum, og ræktunarmenning haldið inn-
reið sína síðustu 40 árin.“
Ég veit og þakka viðleitnina. En þó linnst mér enn óraleið
að því marki, að búfræðin geti með vissu óyggjandi vísinda sagt
hverjum bónda, hversu bezt hentar um framkvæmdir og ný-
breytni í búnaði. Þessa er heldur engin von. Land okkar er,
að landslagi, veðurfari, jarðvegi og öllum aðstæðum til bún-
aðar, gjörólíkt þeim löndum, þar sem ræktunarmenning er á
hæstu stigi, svo að mjög sjaldan er hægt að byggja á erlendum
vísindum, nema sannprófa allt hér. Það margfaldar einnig
erfiðleikana, hve aðstæður landshlutanna, héraðanna, sveit-
anna og jafnvel einstakra jarða í sömu sveit eru ólíkar, svo að
erfitt verður að fá lögmál, sem gilda fyrir alla. Þessu finnst
mér sumir hinna nýbökuðu búfræðikandidata vilja gleyma.
Þeir fara að kenna um leið og þeir koma frá erlendu próf-
borði, og skamma okkur bændur fyrir heimsku, ef við ekki
breytum eftir öllu, sem þeir segja í ræðu og riti. Þessir menn
eiga að læra vísindalegar rannsóknaraðferðir og algildar und-
irstöður, hafa traustan grundvöll til að byggja á innlendar
rannsóknir og fyrst eftir áralangt, innlent vísindastarf ættu
þeir að geta kennt okkur margt nytsamt. Stofnanir þurfa að
rísa á legg, þar sem sannprófað verði livað bezt hentar á hverj-
um stað í ýmsum greinum, hvað bezt svaiar kostnaði.
Mér virðist ekki eiga að hvetja bændur til annarra fram-
kvæmda en þeirra, sem svarað geta rentum af framlögðum
höfuðstól.
Ég vil nú benda á nokkur atriði, þar sem mér finnst á skorta
að búvísindin hafi næga innlenda, raunhæfa þekkingu til þess
að kenna okkur, og bera okkur það bókvit, sem í öskunum
tollir.
FRAMRÆSLA. — Fyrir nokkrum árum las ég grein eftir
mjög lærðan búfræðikandidat, þar sem hann deilir á bændur
fyrir þá heimsku að ræsa illa fram ræktarjörð. Síðan gaf hann
nákvæmar reglur um, iive langt skildi milli skurða og lokræsa.
Það er víst og satt, að víða er ræktarjörð ekki nógu vel ræst.