Búfræðingurinn - 01.10.1951, Blaðsíða 140
Hver leysir vandann?
Eftir Bjarna Halldórsson
Ritstjóri góður! Ég veit ekki, hvort ég get orðið við þeim til-
mælum þínum að senda þér nokkrar línur í „Búfræðinginn“.
Ég hef fátt til brunns að bera viðvíkjandi búskapnum, sem
aðrir vita ekki eins vel og ég. Það yrði því til að auka öðrum
leiðindi, færi ég að ræða sérstaklega búnaðarháttu. Helzt vildi
ég, í örfáum orðum, ræða um daginn og veginn, eins og það er
kallað, en þó aðallega á sviði landbúnaðarins. — Verður þá
fyrst fyrir að rifja upp fyrir sér það, sem fyrir augu ber, þegar
maður ferðast um landið. Eru þar efst í huga hin óteljandi,
óleystu verkefni, sem hrópa á djarfan hug og starfandi hönd.
Á mörgum býlum í sveitum landsins eru óræktuðu löndin í
mikilli víðáttu, út frá litlum túnum og sums staðar lélegum.
Má því segja, að við búum í lítt numdu landi, og auðæfin liggi
alls staðar ónotuð í kringum okkur. Byggingum er víða ábóta-
vant, svo að ekki er við unandi, og peningshúsum hreytt út um
allt. Á þessu eru að vísu undantekningar, en þó allt of fáar. Á
býlum sveitanna er líka annað, sem skortir tilfinnanlegast af
öllu, en það er vaxinn æskumaður. Ég hef oft hugsað um'það,
hvað valdi þessu öllu, og er það að sjálfsögðu margt, sem þar
kemur til greina, en þó hef ég alltaf komizt að einni og sömu
niðurstöðu sem aðalorsök, en það er féleysi landbúnaðarins.
Hann hefur alltaf skort fé, sem stafar af tvennu: Of láe;u verði
á afurðum bændanna, og of litlu rekstrarfé frá því opinbera.
Þó neytendum þyki vörur okkar dýrar, kalli okkur bændur ok-
urkarla og öðrum þaðanaf verri nöfnum, þá er þetta verð, sem