Búfræðingurinn - 01.10.1951, Blaðsíða 63
BÚFRÆÐINGURINN
61
ina með sandi og áburði, er reitnum skipt niður í 1—1,20 cm.
breið beð með 35—40 cm. breiðunr götum nrilli beðanna. Bezt
þykir að beðunum halli lítið eitt mót suðri, svo að þau njóti
betur sólarinnar.
I Noregi sá ég ekki liafða skjólramma utan um fræbeð, en
hér á landi mun jrað víða nauðsynlegt.
Við sáning í fræbeð eru tvær aðferðir mest notaðar, þ. e.
dreifsáning og raðsáning.
Dreifsáning fer fram á þann hátt, að fræinu er sáð jafnt yfir
allt beðið, síðan er dreift yfir það fínni mold, lielzt blandaðri
sandi. Þegar um birki, furu eða greni er að ræða, er moldar-
lagið ekki þykkra en 2—4 m. m.
Fræmagnið í hvern ferm. fer eftir spírunarhæfni fræsins. Sé
furu- eða grenifræ með spíruprósent 70 fer 8—10 gr. af því á
fernr. Aftur á móti er birkifræi venjulega sáð svo þétt, að það
hylji að mestu moldina. Lerkifræi er sáð þannig, að ca. 50 gr.
er ætlað í ferm.
Með þessu fræmagni er gengið út frá, að plöntunum sé um-
plantað eftir Iræfilegan tíma í dreifibeð og standi þar 1—2 ár,
unz þeim er plantað í útjörð. Ef plönturnar eiga að standa í
fræbeðunum jrangað til þær eru gróðursettar í útjörð, er talið
að fræmagnið megi vera allt að 50% minna.
Raðsáning. Þar sem mikil Iiætta er á holklakamyndun í fræ-
beðum, eins ograunar víða er hér á landi, er ekki ósennilegt, að
raðsáning sé undir mörgum kringumstæðum hagkvæmari, í
það minnsta þegar um fræ af barrtrjám er að ræða.
Raðsáning er framkvæmd á þann hátt, að gerðar eru grunn-
ar rásir þvert vfir beðin með 10—15 cm. millibili. Dýptin fvrir
barrfræ er 0,5—1 cm. Bezt er að gera rásirnar á þann hátt, að
þrýsta borðrönd niður í moldina. Borðið þarf helzt að vera
%—1 ” jrykkt.
Áríðandi er að raðirnar snúi frá austri til vesturs, til þess að
plönturnar, þegar þær vaxa, skyggi á moldina milli raðanna
°g hlífi henni þannig fyrir ofjrornun.
Fræinu er sáð í rásirnar jrannig, að kornin liggi nærri hvert
við annað í einfaldri röð. Ef ekki á að innplanta í dreifibeð