Búfræðingurinn - 01.10.1951, Blaðsíða 81
BÚFRÆÐINGURINN
79
Um offylli má segja, að hún er vafalaust sjaldgæfari hér á
landi en víða erlendis og stafar það einkum af því, að hér er
fóðrað meira á heyjum en minna á mat heldur en þar.
Þó er það ekki óalgengt, að hestar, sem vel er gert við, og þá
einkum reiðhestar í bæjuin, fái offyllishrossasótt. Komist liest-
ur í mat og éti þar óhindrað fylli sína, fer vanalega þannig,
að maginn springur og hesturinn drepst innan sólarhrings þar
frá. í léttari tilfellum nær hesturinn sér, ef hann er sveltur al-
gjörlega og honum gefin niðurhreinsandi og kvalastillandi lyf.
Ofkælingin veldur kvalafullum, krampakenndum samdrætti
hinna sléttu vöðvaþráða þarmveggjarins og svipað á sér stað við
mikla loftmyndun í mjógirni.
Ef orsakirnar eru fjarlægðar og verk- og vindeyðandi lyf eru
notuð, má gera sér vonir um skjótan bata.
Ef um raunverulegnr slijlur er að ræða, sjáum við önnur
sjúkdómseinkenni.
Þá eru verkirnir ekki eins ákafir, en þó stöðugir og oft þrá-
látir.
Hesturinn er daufur, étur lítið eða ekki, hiti oft enginn eða
h'till ('38—38.5° C.), teðslan treg eða engin og garnagaul, sem
hjá heilbrigðum hesti er mikið, oft vart lreyranlegt og stundunr
með málmhljómi.
Allt eftir eðli og stað stíflunnar getur það tekið mismunandi
fangan tíma (1— 2 vikur) að vinna bug á henni, en þó eru venju-
lega notuð kvalastillandi og einkum niðurhrcinsandi lyf dag
eftir dag, allt þar til stíflan losnar. Sömuleiðis er þá oft gott að
hreyfa hestinn nokkuð, hægt og gætilega.
Við sliflu aftarlega (í botnlanga, stórgirni og endaþarmi)
her sérstaklega á þvi, að lresturinn teður lítið sem ekkert, hann
setur sig þá oft í vanalega stellingu til þess að pissa, en virðist
ekki geta losnað við þvagið. Það er nokkuð algengt að fá þær
upplýsingar, að um þvagteppu sé að ræða. Ástæða þessara til-
burða er sú, að stíflan jrrýstir á þvagblöðruna, svo að lrestinum
virðist mál að losna við jrvag, án þess að svo sé í raun og veru.
Við slíkum stíflum ber með varkárni að hreinsa sem mest af
saur úr endagörninni og hella yluðu vatni inn í endaþarminn,
°ft er gott að blanda það bræddri feiti, sem mýkir.