Búfræðingurinn - 01.10.1951, Blaðsíða 134
Sauðfjárrækt — Girðingar —
Skógrækt
Sauðfjárrœkt.
Svo virðist, sem nú muni þess skammt að bíða, að unninn
verði sigur á sauðfjárpestum þeim, er hingað fluttust með
„karakúl“-kindunum. Voru það bændur sjálfir, og þeim hlið-
hollir atorkumenn á Alþingi, er ruddu veginn með niður-
skurði og fjárskiptum, og létu ekki vafasamar vísindatilgátur
tefja sig lengur en orðið var.
Liggur nú næst fyrir að fjölga sauðfjárstofninum eins ört og
liægt er, og langt franr yfir það, sem hann hefur mestur verið,
með dilkakjötssölu til útlanda í huga, t. d. til Englands og Svf-
þjóðar.
Sú mikla landrækt, sem nú er í fullum gangi um land allt,
hlýtur á næstu árum að gefa geysimikla lieyaukningu, sem
verður að breyta í markaðshæfa og seljanlega vöru. F.r þá ekki
nema um tvær leiðir að velja: nautgriparækt, aðallega til
mjólkurframleiðslu, og auðvitað nokkra kjötsölu; og svo sauð-
Ijárrækt, með dilkakjötsframleiðslu, sem að sjálfsögðu verður
stærsta útflutningsvara frá landbúnaðinum.
En til þess að þetta megi verða, þarf að kippa sauðfjárrækt-
inni úr þeim kút, sem hún hefur verið í. Ég á hér ekki við
,,karakúl“-pestirnar, því að það er stundarfyrirbrigði. Heldur
úr þeim kút að hafa 60—80 kindur á bæ, upp í nokkur hundr-
nð, þar sem á annað borð er gott að hafa sauðfé. Hér, sem í svo