Búfræðingurinn - 01.10.1951, Blaðsíða 94
92
li ÚFRÆBING URIN N
—1940 úr 38.5% í 15.6%. Byggingar úr blönduðu byggingar-
efni eru 18% 1930, en 20.9% 1940.
Það er vitað mál, að hin fyrstu steinhús reyndust misjafn-
lega, svo og að timburbyggingar hafa takmarkaða endingu.
Það má því ekki draga þá ályktun af framangreindum tölum,
að hinar elztu stein- og timburbyggingar séu fullnægjandi og
varanlegur húsakostur miðað við nútímakröfur. Tækni í bygg-
ingamálum fleygir ört fram, og það er ekki saman að jafna
byggingum gerðum eftir aldamótin eða hinum, sem gerðar
liafa verið á tveimur síðustu áratugum.
Til þess að gera sér grein fyrir byggingarástandi í sveitum,
eins og það er nú, nægir því ekki að fara eftir þeirri flokkun,
sem gerð er í íasteignamatsbókum. Eftir að síðasta fasteignamat
fór fram, voru á vegum Nýbyggingarráðs gerðar athuganir af
Arnóri Sigurjónssyni um byggingarástand í sveitum, byggt á
lýsingum bygginga í fasteignamatsgögnum og öðrum skýrslum,
er safnað var í þessum tilgangi, og eru skýrslur hans öruggustu
heimildir, sem nú eru fyrir hendi um þessi mál. Rannsókn
þessi náði til 5977 jarða alls á landinu, þar af 5911 í sveitum, en
66 innan lögsagnarumdæma kauptúna. Var flokkun gerð á
húsakostinum í þrjá flokka. I fyrsta lagi íbúðarhús, sem eru
fullnægjandi, varanlegar íbúðir. I öðrum flokki íbúðarhús,
sem eru íbúðarhæf, en ekki fullnægjandi fyrir jörðina eða sem
íbúðir, og í þriðja llokki hús, sem eru mjög léleg og vart íbúð-
arhæf, þannig, að gera má ráð fyrir, að endurbygging þurfi að
fara strax eða fljótlega fram.
Samkvæmt þessari atlmgun voru í sveitum 2090 hús í fyrsta
flokki eða 35.4% af húsunum. í öðrum flokki 1755 íbúðarhús
eða 29.6% af húsakostinum. í þriðja flokki voru 2066 íbúðar-
hús, en það nemur 35% af íbúðarkosti á þeim jörðum, er til
sveita teljast.
Innan lögsagnarumdæma kaupstaða eru þá 66 jarðir. Hús á
þeim eru:
í I. flokki 41 eða 62.1%. - í II. flokki 20 eða 30.3%. - í
III. flokki 5 eða 7.6%.
Samkvæmt þessum lieimildum má telja, að í árslok 1941 liafi
64.6% af bændum búið við ófullnægjandi húsakost, sem end-