Búfræðingurinn - 01.10.1951, Blaðsíða 150
1-18
BÚFRÆÐINGURINN
hægt að segja um þessa uppeldisstarfsemi. I’ar var á ýmsan hátt
af vanefnum af stað farið, en takist að sigrast á byrjunarörðug-
leikunum, er þess að vænta, að þessi starfsemi geti að einhverju
leyti náð tilgangi sínum.
Uppeldisstöðin hefur þarna umráð yfir töluverðu landi,
bæði til skóggræðslu og annarrar ræktunar. Þar hafa verið
gróðursettar utan uppeldisreita um 18 þúsund plöntur á síð-
ustu þremur árum.
Félagið liefur nú gróðursett í öllum þessum friðuðu reitum
sínum samtals nokkuð á annað hundrað þúsund plöntur.
Félagatala var á stofndegi 12, í ársbyrjun 1940 120 og í árs-
byrjun 1950 330 auk tveggja félagsdeilda.
Hrein eign félagsins var í ársbyrjun 1940 kr. 8,682,99, en í
ársbyrjun 1950 kr. 78,996,51.
Það verða naumast mikil stórvirki gerð í skógræktarmálum
á tveimur áratugum af fámennu félagi. Stórvirki í skógrækt er
vart unnt að gera á skömmum tíma og óhugsandi, nema með
verulegu fjármagni og jafnframt almennri þátttöku. Árangur
af starfi þessa félags er þó orðinn sá, að enn fleiri sannanir
liggja nú fyrir um það, að mögulegt sé að bæta fyrir rányrkju
og niðurrif á liðnum öldum, með því að veita gróðurmoldinni
nægilega aðstoð við endurreisnarstarfið. En þeim staðreyndum
verður að lúta í þessu sem öðru, að það tekur mörgum sinnum
lengri tíma að byggj upp heldur en að rífa niður. Það, sem tek-
ið hefur árhundruð að rífa niður, verður því ekki byggt upp á
skömmum tíma.
Gangi þjóðin öll til samstarfs um það að láta vaxa hér að
nýju græna skóga, bæði til að prýða landið og gera umhverfi
heimilanna meira aðlaðandi og til þess að safna öruggum tekju-
stofni í þjóðarbúið, þá reisir hún sér viðeigandi minnisvarða
um hið endurheimta frelsi og stofnun lýðveldisins á Þingvöll-
um 1944.
Ármann Dalmannsson.