Búfræðingurinn - 01.10.1951, Blaðsíða 123
li Ú F R Æ.» I N G U R 1 N N
121
fraeði og önnur deild í garðrækt. Ræktaðir eru meðal annars
margs konar ávextir. Eplin orðin hálfsprottin. Staðurinn heit-
ir Alnarp.
Við sáum tilraunastöðina að Svalöv
Á einn búgarð komum við og var okkur sagt, að síðan árið
1936 lielðu vinnuafköstin meira en tvöfaldazt nreð aukinni
Vélanotkun og á þessum búgarði var talið, að þetta sparaði 190
þúsund kr. yfir árið.
Örbom er nú að byrja á byggingu, þar sem hann ætlar að
byggja fyrir 70% af venjulegum kostnaði. Byggingin er fyrir
18 kýr og 50 svín, og þessa gripi alla á einn maður að geta hirt á
4 stundum á dag.
Okkur eru sýndar Alfa-Laval verksmiðjurnar og samvinnu-
þvottahús.
Af því, sem við sáum í Lundi, mun dómkirkjan verða lengst
í huga okkar, þó sér í lagi klukkan í henni. Kirkjuna var byrj-
að að smíða urn 800, en henni er ekki lokið enn, og eiga þau
álög að livíla á Itenni, að hún verði aldrei fullgerð.
Kvöldið 2. júlí förum við frá Malmö til Kaupmannahainar.
Ferðalaginu var þannig ltagað, að við gætum orðið þess að-
njótandi, að vera á landbúnaðarsýningunni á Bellahöj, sem
var aðhefjast. I'essa yfirgripsmiklu sýningu skoðuðum við í tvo
daga. Þar var flest að sjá, sem viðkom landbúnaði Dana.
Þriðja daginn, sem við vorum í Kaupmannahöfn, skoðuðum
við dýragarðinn og landbúnaðarháskólann.
Kaupmannahöfn yfirgefum við 6. júlí. Ferðinni er heitið
yfir Stóra-Belti til Fjóns og þaðan til Jótlands. Á þessu ferða-
lagi skoðuðum við tilraunastöðvar, þar á meðal Askov, sem
frægust er fyrir áburðartilraunir. Ennfremur bændaskóla, sam-
lög og búgarða.
Við kynntumst tilraunastöð, þar sem allar nýjar vélar eru
reyndar, sem viðkoma landbúnaðinum, með tilliti til danskra
staðhátta, og ekki má flytja vélina inn, nema hún hafi fengið
meðmæli frá þessari tilraunastöð, þ. e. a. s. að vélina má ekki
útbreiða fyrr. Mér datt í hug, að íslenzkan landbúnað vantaði
slíka tilraunastöð, svo að minna væri á glæ kastað við notkun
margra tuga vélategunda, eins og hér eru í umferð.