Búfræðingurinn - 01.10.1951, Blaðsíða 25
BÚFRÆÐINGUIUNN
23
aði Tómas R. Jónsson og minntist hins látna kennara fyrir
hönd skólafélaganna. Næst var gengið að legstað Tómasar heit-
ins Jóhannssonar, fyrrv. leikfimikennara, og þar flutti ræðu
Jóhann Kristmundsson frá Goðdal. Á grafir beggja kennar-
anna voru lagðir blómsveigar. Þar næst skyldi skoða Hólastað
og hafði þar leiðsögu Kristján Karlsson. Var fyrst gengið í
Hóladómkirkju og hún skoðuð, því næst hið nýbyggða minnis-
rnerki Jóns biskups Arasonar, þá gróðrarstöðin og síðan hús
og önnur mannvirki á staðnum. Duldist engum, að miklar
framkvæmdir höfðu verið gerðar á Hólum s.l. 25 ár. Var allt
útlit og hirðing staðarins með ágætum.
Myndatökumaður liafði verið fenginn frá Akureyri, og tók
liann myndir samtímis og gestir skoðuðu staðinn.
Klukkan 19 hófst sameiginlegur fundur búfræðinga, boðs-
gesta og heimamanna með borðhaldi í kennslustofu skólans.
Voru veizluborð skreytt og allur viðbúnaður mjög smekklegur.
Fyrstur tók til máls Gísli Kristjánsson, og mælti fyrir minni
Páls Zóphoníassonar. Hann nrinntist skólaáranna og þeirra
góðu áhrifa sem skólinn hefði veitt nemendum, bæði sem
kennslustofnun og heimili. Þá afhenti hann Hólaskóla, að gjöf
frá búfræðingununr, nrálverk af Páli Zóphoníassyni.
Skólastjórinn, Kristján Karlsson, þakkaði gjöfina, og lýsti
ánægju sinni yfir því að stofnað hafði verið til þessa móts.
Þá fluttu ræður: Páll Zóphoníasson, Björn Þórðarson, Lárus
Sigurðsson, Jakob Einarsson, Vigfús Helgason, Gunnlaugur
Björnsson og Ingibjörg Vilhjálnrsdóttir.
Á eftir hverri ræðu voru sungin ættjarðarljóð, Þorsteinn
Jónsson valdi Ijóðin og stjórnaði söngnum með sinni alkunnu
smekkvísi og röggsemi.
Þá söng ungfrú Guðrún Tómasdóttir nokkur einsöngslög
við mikla hrifningu áheyrendanna. Sérstaklega fannst hinum
gömlu nenrendum mikil og góð breyting lrafa orðið á rödd
hennar frá því er þeir þekktu lrana á Hólum fyrir 25 árum, en
þá lá hún nýfædd í vöggu.
Stóð hóf jretta til nriðnættis, og fór virðulega fram og skipu-
lega í öllum atriðunr. Þegar mælt hafði verið fyrir minni Páls