Búfræðingurinn - 01.10.1951, Blaðsíða 26
24
BÚI'RÆÐINGURINN
Zóphoníassonar voru sungin eftirfarandi erindi, eftir Tómas
R. Jónsson:
Er sveinarnir kvöddust með sönginn á vör,
þá var sólskin og gróandi vor.
Þá var áætlun gerð yfir framtíðarför
um að feta í leiðtogans spor.
Og svo valinn og beinn sýndist vegurinn þeim
til að vernda sín áhugamáh
En fulltíða menn korna að Hólum nú „heim“,
til að liylla þau Guðrúnu og Pál.
En lítill er kaflinn, sem letraður er
um þær leiðir, sem við höfum þrætt.
Um töp eða sigra við tölunr ei hér,
og unr tekjur og gjöld ekki rætt.
Fyrir daglegar áhyggjur drögum við tjöld
því til dórns var ei mót þetta sótt.
I góðvina hópnum við gleðjumst í kvöld,
og við gistum að Hólum í nótt.
Sunnudagurinn 2. júlí rann upp, sólbjartur og hlýr. Þau
hjónin, Sigrún Ingólfsdóttir og Kristján Karlsson, buðu öllum
gestunum að drekka morgunkaffið Ireima í þeirra eigin íbúð,
og voru þar framreiddar veitingar af mikilli rausn.
Er hið nýja íbúðarhús skólastjórans mjög veglegt, og hefur
því verið valinn fallegur og hentugur staður.
Eftir að kaffi hafði verið drukkið hófst einkafundur búfræð-
inganna. Svo hafði verið gert ráð fyrir, að á þeinr fundi segðu
þeir í aðalatriðum, hvað á dagana hefði drifið þessi 25 ár, lýstu
heimilum sínum og fjölskyldum og viðhorfi til hinna ýmsu
starfa og viðfangsefna. I.eystu þeir allir þetta rlagskráratriði
með prýði og voru þær 14 ræður, sem þarna voru fluttar, bæði
fróðlegar og skemmtilegar. Voru umræður þessar eins konar
fjölskyldu-einkamál hinna gömlu nemenda, og var því ekki
öðrum leylt að hlusta á j>ær. Á þessum fundi var rætt um að