Búfræðingurinn - 01.10.1951, Blaðsíða 120
118
13 Ú F R Æ tí I N G U RI N N
arstjórar okkar í útvarpið. Við sjáum grein í dagblaði, sem er
liöfð eftir íslendingi, þar sem segir, að þrjár til fjórar sýslur á
íslandi séu urn einn „traktor", og fannst okkur heldur misboð-
ið ræktunarmálum íslands.
Tvo daga höfðum við til þess að skoða Stavanger og nágrenni
Iiennar.
Þar sem áður bjuggu 3 bændur, búa nú 130. Landið á Jaðri
liefur verið tekið til ræktunar, nærri að segja hver blettur, og
að rnestu hefur það verið brotið með skóflu. Hlýtur það að
liafa kostað mikið erfiði, þar sem landið er mjög grýtt. Grjót-
inu er hlaðið upp í haglega gerða garða, sem veita vörzlu.
Við notum tvo daga til að skoða Jaðarinn. Meðal þeirra
stofnana, sem við heimsóttum, voru bændaskóli, lýðskóli,
mjólkur- og eggjasamlag, tilraunastöð og „Kvennelands-
fabrikka“. Þaðan eru meðal annars Eylandsljáirnir svonefndu.
Þá heimsóttum við nokkra stórbændur, þar á meðal Jens Ás-
land, sem margir íslendingar hafa dvalið hjá. Hér var víða
farið að slá og heyið þurrkað á hesjum.
Dómkirkjan í Stavanger er forn og fögur bygging. Minnis-
stæðust er mér mynd af Magnúsi Lagabæti.
Skógurinn, sem alls staðar vex hér þróttmikill, setur svip
sinn á staðnum, og við hverfum héðan með hugann fullan af
endurminningum.
Næst er ferðinni lieitið til Bergen, og fórum við þangað með
skipi. Bergen er fagur bær, og kom það í ljós, að við áttum þar
lærdómsríka viðdvöl.
Farið er heim að búnaðarskólanum að Steini. Þar liafa flest-
ir okkar fyrstu búlræðinga stundað nám sitt. Skólinn tekur
120 nemendur. í nágrenni skólans er stórvaxinn skógur og var
plantað til hans fyrir 60—80 árum, en nú eru trén 30—40 m. há.
Á þessu skólabúi er aðeins ein dráttarvél, en aftur á móti er
notkun hesta mikil.
Þann 23. þ. m. var Snorrahátíðin, og var þar mikið fjöl-
menni sarnan komið. Þar fluttu ræður, fyrir íslands hönd, þeir
Jónas Jónsson, skólastjóri, og Jón Pálmason, forseti Alþingis.
Um kvöldið hélt ríkisstjórn Noregs samsæti, og vorum við Is-