Búfræðingurinn - 01.10.1951, Blaðsíða 115
15 Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
113
Séu nú (J ste. settar inn í töflu JII. í staðinn fyrir 5.92 fást
75.62 úr 100 kg. byggs, sé það notað til mjólkurframleiðslu.
75.62 X 99
Raunverulegt notagildi verður þá ’ V- — 74.86 ste.,
eða 1 ste. == y4 úr fe., ef miðað er við mjólkurframleiðslu.
Meltanleg fita og kolvetni liafa sama gildi, hvort sem um er að
ræða mjólkurmyndun eða fitun. En eggjahvítan hefur þar
sérstöðu, þar sem köfnunarefni það, sem eggjahvítan inniheld-
ur, notast til mjólkurmyndunarinnar, en ekki til fitumynd-
unar (því að fita inniheldur ekki N.), heldur fer burt úr líkam-
anum með þvaginu.
Kolvetni og fita innihalda ekki köfnunarefni og geta því
ekki komið í stað eggjahvítu. Aftur á móti er möguleiki að
eggjahvíta geti komið í stað fitu og kolvetna, en þannig fóðrun
er mjög óhagkvæm og getur verið hættuleg til lengdar.
Nils Hansson gekk út frá að eggjahvítan notaðist eins vel og
kolvetnin, þegar um mjólkurframleiðslu er að ræða. Hann fann
því ldutfallið á milli orku í 1 g. af eggjahvítu og 1 g. af kol-
5 71
vetnum, sem er -- = 1.48. Eggjahvítan er þó allmisjöfn að
gæðum, þ. e. hefur misjafnlega hátt biologiskt gildi, og ræð-
ur uppruni hennar mestu þar um. Því er ekki víst að hlutfalls-
talan 1.43 eigi við í öllum tilfellum, en nákvæmari eða rétt-
ari tölu mun tæplega hægt að gefa upp.
Um 1800 byrja Danir notkun einingar, sem þeir nefna
kjarnfóðureiningu. Var þá farið að nota allmikið af kjarn-
fóðri, en minna af lieyi, svo að þýðing þess, sem aðalfóðurs
minnkaði. Var þá \/2 kg. af kjarnfóðri sett sem 1 eining. Árið
1886 nefnir A. Svendsen skólastjóri hana fóðureininguna í
fóðurfræði sinni, sem þá kom út í fyrsta sinn, og vann það
orð fljótt hefð í málinu.
Fóðurrannsóknir, sem gerðar höfðu verið, sýndu að næring-
arefnin gátu komið í stað hvers annars meira en álitið var.
Docent N. ]. Fjord gerir samanburð á fóðurtegundunum og
metur fóðurgildi þeirra í beinum hlutföllum við þann lík-
8