Búfræðingurinn - 01.10.1951, Blaðsíða 64
62
BÚI'RÆDINGURINN
má ekki sá svona þétt. Þegar búið er að sá í raðirnar, er jafnað
yfir með nrold.
Að haustinu er talið gott að leggja granna torfustrengi milli
raðanna, til að hindra röskun af holklaka.
Vökvun frœbeða. í Norður-Noregi er lítið haft um hönd að
vökva l'ræbeð. Vegna þess hve mikil fönn liggur þar fram á vor,
verður svo mikill raki í jörðinni, að luin býr að því langt fram
á surnar. Það er því næsta óþekkt fyrirbrigði, í það minnsta við
uppeldisstöðvar í Troms, að vökva fræbeð. En til þess að halda
við rakanum og skýla ungplöntunum fyrir of sterku sólskini,
leggja þeir lyng eða ban- yfir fræbeðin að lokinni sáningu. En
þess ber að gæta, að þarna er svo kyrrviðrasamt, að naumast
þarf að óttast að lyng fjúki ofan af beðunum, þó þau séu með
öllu óvarin. Þegar komið er vel upp í beðunum, er lyngið tekið
ofan af þeirn.
I þessu tilfelli er mjög ólíku saman að jafna hér og í Norður-
Noregi. Við eigum að stríða, oft og tíðum, við langvarandi
þurrka og storma, og er því óumflýjanlegt, að minnsta kosti hér
norðanlands, að skýla fræbeðum með römmum og yfirbreiðsl-
um. Auk þess þurfuni við að vökva beðin, oft daglega ef þurrk-
ar ganga. En vegna þess hve úrfellin eru mikið meiri sunnan-
lands þykir mér ekki ólíklegt að nægja myndi þar, í sumum
tilfellum, að nota lyngið, ef það væri þannig varið, að það fyki
ekki burtu.
Umplöntun. Þegar plönturnar hafa náð hæfilegri stærð í
fræbeðunum fer umplöntunin fram vorið eftir. Hún er í því
fólgin, að plönturnar eru teknar upp úr fræbeðunum og færð-
ar út í dreifibeðin.
Vegna þess, hve umplöntunin er vinnufrek og þar af leiðandi
dýr, virðist það orka tvímælis, hvort hún á rétt á sér við birki-
uppeldi hér á landi. Ymsir munu nú telja hagkvæmara að láta
birkið standa óhaggað í lræbeðunum, þar til því er plantað í
útjörð. En þriggja ára birki ætti undir flestum kringumstæðum
að vera orðið útplöntunarhæft.
Öðru máli er að gegna með barrplöntur, þeim verður undir
mörgum kringumstæðum að umplanta.