Búfræðingurinn - 01.10.1951, Page 64

Búfræðingurinn - 01.10.1951, Page 64
62 BÚI'RÆDINGURINN má ekki sá svona þétt. Þegar búið er að sá í raðirnar, er jafnað yfir með nrold. Að haustinu er talið gott að leggja granna torfustrengi milli raðanna, til að hindra röskun af holklaka. Vökvun frœbeða. í Norður-Noregi er lítið haft um hönd að vökva l'ræbeð. Vegna þess hve mikil fönn liggur þar fram á vor, verður svo mikill raki í jörðinni, að luin býr að því langt fram á surnar. Það er því næsta óþekkt fyrirbrigði, í það minnsta við uppeldisstöðvar í Troms, að vökva fræbeð. En til þess að halda við rakanum og skýla ungplöntunum fyrir of sterku sólskini, leggja þeir lyng eða ban- yfir fræbeðin að lokinni sáningu. En þess ber að gæta, að þarna er svo kyrrviðrasamt, að naumast þarf að óttast að lyng fjúki ofan af beðunum, þó þau séu með öllu óvarin. Þegar komið er vel upp í beðunum, er lyngið tekið ofan af þeirn. I þessu tilfelli er mjög ólíku saman að jafna hér og í Norður- Noregi. Við eigum að stríða, oft og tíðum, við langvarandi þurrka og storma, og er því óumflýjanlegt, að minnsta kosti hér norðanlands, að skýla fræbeðum með römmum og yfirbreiðsl- um. Auk þess þurfuni við að vökva beðin, oft daglega ef þurrk- ar ganga. En vegna þess hve úrfellin eru mikið meiri sunnan- lands þykir mér ekki ólíklegt að nægja myndi þar, í sumum tilfellum, að nota lyngið, ef það væri þannig varið, að það fyki ekki burtu. Umplöntun. Þegar plönturnar hafa náð hæfilegri stærð í fræbeðunum fer umplöntunin fram vorið eftir. Hún er í því fólgin, að plönturnar eru teknar upp úr fræbeðunum og færð- ar út í dreifibeðin. Vegna þess, hve umplöntunin er vinnufrek og þar af leiðandi dýr, virðist það orka tvímælis, hvort hún á rétt á sér við birki- uppeldi hér á landi. Ymsir munu nú telja hagkvæmara að láta birkið standa óhaggað í lræbeðunum, þar til því er plantað í útjörð. En þriggja ára birki ætti undir flestum kringumstæðum að vera orðið útplöntunarhæft. Öðru máli er að gegna með barrplöntur, þeim verður undir mörgum kringumstæðum að umplanta.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Búfræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búfræðingurinn
https://timarit.is/publication/696

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.