Búfræðingurinn - 01.10.1951, Blaðsíða 128
12G
BOFRÆÐINGURINN
jarðlögum. Sums staðar hagar svo til, að lækurinn úr skurðin-
um getur flætt yfir mó eða mýri og myndað grund.
Eflaust er hentugast að gera aðalskurði fyrst, en lokræsi
síðan eigi fyni en séð verður, hvað valllendisgróður er sigur-
sæll.
SÁNING OG GRÆÐSLA. Flestir búvísindamenn kenna:
„Þrautvinnið landið. Drepið allan innlendan gróður. Sáið út-
lendum jurtum, helzt ár el'tir ár, t. d. jarðeplum, korni og loks
gi'asfræi af erlendum stofni.“
Ég vil spyrja: Hvaðan kemur búvísindunum vald til þessa
dauðadóms yfir þeim valllendisjurtum, sem fyrir eru í land-
inu? Efnarannsóknir sýna að íslenzkar fóðurjurtir af innlend-
um stofni eru yfirleitt kraftmeiri en erlent hey. Allir bændur,
sem ég hef átt tal við, vilja heldur töðu af gömlu túni, en ný-
ræktartöðu af erlendu fræi. Bændur eru svo naut-„heimskir“
ennþá, að trúa betur kúnum en ráðunautunum. Allar kýr eta
betur og mjólka betur af töðu innlendra grasa en erlendu fræ-
gresi. Og fyrir kemur þaö æði víða á bæjum, að kýr sem neydd-
ar hafa verið til að eta frægresið, gera alvarlegt verkfall: Ef til
vill liggja þær dauðar og stirðnaðar á básunum að morgni rétt
um burðinn. Þessi „bráðadauði" var óþekktur, áður en frægras
kom til sögunnar.
Ég hygg, að hin fjölbreyttu grös gömlu túnanna gefi bezta
og hollasta töðu. Ef til vill eiu fíflar, sóleyjar, vallhumall og
önnur blómgrös nauðsynleg í fóðrið. Því þá ekki að halda í
gömlu túngrösin, unz fundnar eru betri og hentugri fóður-
jurtir við okkar landshætti? Og umfram allt: Margar tegundir
og helzt óskildar eiga að vaxa á hverju túni til þess að notfæra
sem bezt jarðveginn, og til þess að taðan verði margbreytt að
efnasamsetningu.
Væri ég ráðunautur nrundi ég segja: Ræsið vel landið. Látið
það liggja þar til valllendisjurtir, túngi'ös, eru komin í það
allt. Byltið því sem mest í einu og berið vel niður í moldina.
Sjáift um að sem allra mest af innlenda gróðrinum haldi lifi, og
verði stofninn að jurtagróðri hins nýja tima.
Vissulega er það verkefni ísl. búvísinda að finna og kynbæta