Búfræðingurinn - 01.10.1951, Blaðsíða 49
BÚFRÆÐINGURINN
47
hefur fallið og læt nótt fylgja þeim degi, er eftir fer. Öll snjó-
koma er brædd, sem í mæli fellur og síðan mæld sem regn.
Krapi er talinn með snjó. Er oft óþægilegt að einangra snjó frá
regni, þegar skiptast á skúrir og snjóél. Hafi fallið snjór að degi,
þá mæli ég hann jafnan að kvöldi, ef ég býst við regni næstu
nótt, en færi ekki mælinguna inn í bók fyrr en kl. 8 næsta
morgun. Snjódýpi mæli ég í cm. kl. 8. jafnan á sama stað, á
miðri stórri flöt í túninu, þar sem aldrei skeflir að. Næturfrost
tel ég ekki, nema hiti hafi farið ofan fyrir 0.0° í mælakassan-
um. En mælakassinn er í 1.5 m. hæð frá jörðu. Er víst öllum
kunnugt, að vatn frýs á jörðu þótt hiti sé ofan við frostmark í
þeirri hæð, sem hitamælar eru hafðir venjulega.
Víst munu lesendur taka eftir því, að sveiflur á meðalhita og
úrkomumagni samnefndra mánaða geta orðið furðulega mikl-
ar. Einkum einkenna miklar hitasveiflur vetrarmánuð-
ina. Meðalhiti janúar 1945 var -4- 6.3°, en meðalhiti sama
mánaðar 1947 var -)- 3.0°. Sveiflan 9.3°. Úrkoma í janúar
1943 var 3.3 m. m., en í sama mánuði 1945 var úrkoma 62.3 m.
m. Meðalhiti aprílmánaðar 1941 var 3.4°, en meðalhiti sama
mánaðar 1949 var -4- 2.9°. Úrkoma í sama mánuði hefur verið
minnst 1.0 m. m., en mest 86.3 m. m. Meðalhiti maí á síðasta
10 ára tímabili hefur verið mestur 7.7°, en lægstur 1.9°. Lægst-
ur meðalhiti júlímánaðar á sama tíma hefur verið 9.0° ('1942),
en hæstur 11.5° ýárið 1945). Svo fara sveiflurnar vaxandi eftir
þvi ^em meir líður á sumarmánuðina.
Óþarft mun vera að gera hér grein fyrir því, í hverju gildi
veðurathugana er fólgið, enda nokkuð vikið að því í upphafi
greinar. Fyrst má þó á það líta, að starfið veitir ánægju, ef með
vandvirkni er af höndum leyst. Ekki þarf að taka það fram, að
veðurathuganir hafa því meira gildi, sem þær eru lengur gerð-
ar á sama stað, án þess að nokkur dagur falli niður. Saman-
burður á nálægum thna og löngu liðnum tíma, er jafnan at-
hygli verður. Sá samanburður getur vakið margar spurningar
og einnig hjálpað til að skýra eitt eða annað, sem mönnum er
hulið, en leikur hugur á að vita.
Kolbeinn Kristinsson.