Búfræðingurinn - 01.10.1951, Blaðsíða 69
BÖFRÆÐINGURINN
67
strengi, og við það eru ekki notuð önnur áhöld en plöntu-
pinnar.
Þægilegast er að 3 rnenn vinni saman í plógfari, t. d. einn
fullorðinn og 2 unglingar, því að þetta er svo létt vinna, að
unglingur getur skilað jafnmiklu dagsverki og fullorðinn mað-
ur. Einn fer á undan og gerir holurnar með hæfilegu millibili
í plógstrengina til beggja hliða. Holurnar gerir hann með
plöntupinnanum, Iionum er stungið niður og holan er full-
gerð.
Þeir sem planta fylgja eftir í plógfarinu og gróðursetja sinn
í hvorn streng. Plöntunni er stungið niður í holuna hæfilega
djúpt og moldinni þrýst að rótinni með einu handtaki með
plöntupinnanum.
Á þennan hátt plantar hver maður nokkuð á annað þúsund
plöntur á dag. Plantan fær tvöfalt lag af gróðurmoldinni, og er
það ekki þýðingarlítið, ef um lélega jörð er að ræða.
Ef jarðvegurinn er laus eða léttur, er án efa betra að plaegja
árið áður en plantað er, svo að jarðvegurinn þéttist.
Plöntun með pinna kemur ekki til greina með stórar plönt-
ur, sem hafa þroskaðar rætur.
GróÖursetning með jdrnkarli. Þá er ekki óalgengt að nota
aðeins stuttan járnkarl við gróðursetningu, og er það mjög
fljótlegt. Gerð er hola með járninu, plöntunni komið fyrir í
liolunni og moldinni þrýst að rótinni á sama hátt og með
plöntupinna. Ef moldin er mjög léleg þykir betra að fylla að
plöntunni með frjómold.
Að lokum vil ég geta þess, að þessar gróðursetningaraðferðir,
sem hér um ræðir, eru sumar lítt reyndar hér á landi, en orðn-
ar algengar í Noregi. Mun reynslan leiða jrað í Ijós, hverjar
þeirra henta okkar jarðvegi bezt.
í jressu gi'einarkorni hef ég leitazt við að gefa örlítið yfirlit
yfir meðferð frækornanna, frá því að joeim er safnað af trján-
um og þar til að þau eru orðin að sjálfstæðum trjám úti á víða-
vangi. Úr því er það móðir náttúra, sem annast vöxt þeirra og
viðgang án nokkurrar verulegrar tilhlutunar af okkar hálfu.
Sigurður Jónasson.