Búfræðingurinn - 01.10.1951, Blaðsíða 68
66
BÚFRÆÐINGURINN
Svo er plantan sett niður og greitt úr rótunum út frá henni
þannig, að þær liggi nærri flatar í moldinni. Síðan er gróður-
moldinni stráð yfir ræturnar og graslagið lagt yfir þannig, að
það falli þétt að stofni plöntunnar og haldi henni stöðugri, og
þrýst á graslagið umhverfis plöntuna með fótunum.
Þegar ræturnar liggja svona ofarlega í jörðinni, hafa þær
mikið betri vaxtarskilyrði en ella. Þær njóta einungis frjómold-
arlagsins og loftylurinn nær betur til þeirra, auk þess, að svo
að segja hver smáskúr nær að vökva þær. Það hefur einnig
komið í ljós í Noregi, að holklaki slítur naumast rætur á plönt-
um, sem gróðursettar eru á þennan hátt.
Þessi aðferð er mikið notuð í Norður-Noregi við gróður-
setningu grenis.
Gróðursett með plöntupinna. Bezt er að gera holurnar að
haustinu, þær eru hafðar 30—40 cm. á vídd og álíka djúpar.
Moldin er sett í hrúgu við holuna. Áður en plantað er að vor-
inu, er holan fyllt af moldinni, en grastorfan ekki sett ofan í
holuna. Þarf því að að bæta við nokkru af mold, svo að hún
verði lítið eitt hærri en jarðvegurinn í kring.
Við gróðursetninguna er hafður plöntupinni. Er honum
stungið niður í moldina í hæfilega dýpt fyrir plönturætumar.
Svo er plantan sett í holuna þannig, að ræturnar liggi beinar.
Plöntupinnanum er nú stungið niður aftur skammt frá hol-
unni, álíka djúpt og áður, en nú vísað inn að rótarendanuin
og er þessari litlu moldarfyllu Jorýst að rótum plöntunnar
og holan fyllt.
Önnur aðferð við gróðursetningu með plöntupinna er mörg-
um sinnum fljótvirkari, enda skilar hún tvímælalaust lang-
mestum afköstum af þeim vinnuaðferðum með handverkfær-
um, sem ég hef kynnzt við gróðursetningu:
Jarðvegurinn er plægður með þar til gerðum plóg, sem
dreginn er af dráttarvél. Plógurinn er þannig gerður, að hann
skiptir strengnum, klýfur hann og leggur sinn helminginn
hvorum megin í plógfarið. Á þennan hátt er hægt að plægja
marga ha. á dag.
En það er einnig mjög fljótlegt að gróðursetja í þessa plóg-