Búfræðingurinn - 01.10.1951, Blaðsíða 19
Heim að Hólum
eftir 2 5 ár
Vorið 1925 voni brautskráðir 18 búfræðingar frá Bændaskól-
anum á Hólum í Hjaltadal. Þeir höfðu stundað þar nám í tvo
vetur, og þar að auki verklegt nám eitt vor. Þeir höfðu notið
ágætrar kennslu í skólanum. Félagslíf hafði verið hið bezta, og
nemendur, margir Iiverjir, höfðu hundið traust vináttubönd
sín á milli.
Skólastjórinn, Páll Zóphoníasson, sem var Iiinn ágætasti
kennari, sýndi jafnan vakandi áhuga fyrir jrví, að nemendur
hefðu fullt gagn af skólaverunni, og hann brýndi fyrir jreim
reglusemi og árvekni í námi og starfi.
Vafalaust hefur boðskapur hans um samtök og samvinnu í
verzlunar- og ]jjóðfélagsmálum, verið nemendunum holl liug-
vekja og giftudrjúgt veganesti, er jreir lögðu til atlögu í lífsbar-
áttu fullorðinsáranna. Aðrir kennarar skólans voru einnig
<illir áhugasamir í starfi sínu og hinir beztu leiðsögumenn í
hvívettna.
Þegar leiðir jressara 18 æskumanna skildu á Hólum vorið
1925, ræddu Jreir um jiað, að gaman væri að hittast aftur á joess-
um hugjrekka stað eftir 25 ár. Og þar sem þeir voru víðs
vegar að af landinu, jrótti ekki líklegt, að jreir ættu kost á að
hittast að jafnaði. Skilnaður skólabræðranna var dálítið sárs-
aukablandinn og jseim hefur óefað fundizt hugarléttir að því,
að tala um endurfundi árið 1950, J)ótt ef til vill hafi fæstir verið
trúaðir á, að þetta mætti takast. Á aldarfjórðungi getur svo
2