Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2001, Page 41

Frjáls verslun - 01.04.2001, Page 41
BflUGSVELDIÐ ÞENST ÚT menn í eldlfnunni Þeirskipa fimm manna framkvœmdastjórn Baugs og hafa stabió í ströngu ab undanförnu í útrás Baugs sem færa mun fyrirtækib til hæstu hæba á mælistikunni yfir stærstu fyrirtæki landsins. Það verdurþað langstærsta hérlendis og er áætluð velta þess um 114 milljarðar á þessu ári. Það er næstum tvöfalt meiri velta en stærsta fyrirtæki landsins síðustu tvö árin, SIF, hefur verið með. Skipurit Baugs hf. Stjórnarformaður Hrelnn Loftsson Forstjóri / CEO jón Asgelr Jóhannesson Eftír Jón G. Hauksson Myndir: Geir Ólafsson Þeir skipa fimm manna framkvæmdastjórn Baugs og hafa staðið í ströngu að undanförnu. Þetta eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Tryggvi Jónsson, aðstoð- arforstjóri Baugs, og framkvæmdastjórarnir, Árni Pétur Jóns- son, Jón Björnsson og Jón Scheving Thorsteinsson. Allt ung- ir menn, aldurforsetinn í hópnum er Tryggvi Jóns- son, 46 ára að aldri. Allir hafa þeir verið býsna kunn- ir í íslensku viðskiptalífi síðustu árin. Nú stýra þeir stærsta fyrirtæki landsins því útrás Baugs að undan- förnu til Evrópu og Banda- ríkjanna mun þegar á þessu ári færa fyrirtækið til hæstu hæða á mæli- stikunni yfir stærstu fýrir- tæki landsins. Það verður það langstærsta hérlendis og er áætluð velta þess um 114 milljarðar á þessu ári. Það er næstum tvöfalt meiri velta en stærsta fyrir- tæki landsins síðustu tvö árin, SÍF, hefur verið með og hefur það þó haft dá- góða yfirburði. Baugssveitin lætur að sér kveða Það verður ekki annað séð en að Jóni Ás- geiri hafi tekist ágætlega upp í mannvali varðandi næstráðendur sína, en allir hafa þeir fimmmenningar nokkuð ólíkan bakgrunn í viðskiptum. Árni Pétur Jónsson er sá nýjasti í hópi framkvæmdastjóra Baugs en hann tók við starfi framkvæmdastjóra matvörusviðs fyrir rúmum mánuði, eða 25. apríl sl., þegar nýtt skipurit Baugs var kynnt til sögunnar. Ekki fer á milli mála að Jón Ásgeir þarf á afar sterkri liðsheild stjórnenda að halda því tími hans og kraftar munu að mestu fara í að halda utan um útrás Baugs til Evrópu og Bandaríkjanna. Fyrir utan fimmmenningana í framkvæmdastjórninni hefur Baugur á að skipa reyndu og sjóuðu fólki í mörgum öðrum helstu lykilstöðum. Þar má nefna Guðmund Marteinsson, frkv- stj. Bónuss, Finn Árnason, frkvstj. Hagkaups, Árna Ingvarsson, frkvstj. Nýkaups, Þórð Þórisson, frkvstj. 10-11, Lárus Oskarsson, frkvstj. Aðfanga, Halldór Hreinsson, frkvsfy Útilifs, Bryndísi Hrafnkelsdóttur, frkvstj. Debenhams á Norðurlöndum, Sigrúnu Andersen, trkvstj. Arcadia á Islandi, sem rekur TopShop í Reykjavík, Kristjón Grétarsson, frkvstj. Arcadia á Norðurlöndun- um, Lindu Jóhannsdóttur fjármálastjóra og Söru Lind Þorsteins- dóttur, forstöðumann upplýsinga- og kynningarsviðs Baugs. Aðstoðarforstjóri / COO Tryggvl Jónsson Dótturfyrirtæki I Istoðir, Bónus Dollar, SMS, Avaxtahúsló, GkJ ][ ]f Starfsmannaþjónusta [ Sjóðsstjórn ) [ Upplýsingatækni j [ Baugsskólinn ] —í Bókhald J [ Þróun / rekstur ] [ Verkefnisstjórn / ráðgjöf J —[ Hagdeild ] Innra eftirlit Öryggisdeild Matvörusvið Aml Pótur Jónsson ][ Sérvðrusvið Jón Bjömsson b'nus M HBHBSH nCa lyfja ] L Þróunarsvið Jón Scheving Thorstelnsson DEBENHAMS TOPSHOP TO P M A N Þróun innanlands Þróun erlendis Internetsjóður Baugs Önnur sérvörufyrirtæki 3 Nýtt skipurit Baugs hefur tekið gildi í kjölfar útrásarinnar. Ekki fer á milli mála að Jón Asgeir þarf á afar sterkri liðsheild stjórnenda að halda því tími hans og kraftar munu að mestufara í að halda utan um útrás Baugs til Evrópu og Bandaríkjanna. Auðvitað er áhættan veruleg í útrás Baugs, eins og í öllum svona viðskiptum. Stóra spurningin, sem flestir í viðskiptalífinu spyrja sig að, er hvaða þekkingu og reynslu lykilstjórnendur og eigendur Baugs hafi fram að færa inn í Arcadia Group og Bonus Stores Incorp. í Bandaríkjunum. Hvað hafa þeir Baugs- menn að gefa inn í þessar samsteypur sem fjárfestar erlendis virðast ekki hafa búið yfir? 41

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.