Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2001, Side 56

Frjáls verslun - 01.04.2001, Side 56
Gunnar Páll Pálsson, hagfrœðingur hjá VR, telur stjórnendur þurfa að bæta uþplýsingaöflun í Jýrirtœkinu. „Þeir þurfa að koma sér upp ein- hvers konar mœlikvarða og mœla staðreyndir í stað þess að notast eingöngu við tilfinninguna því að hún virðist vera í þá veru að allt sé miklu betra sem snýr að þeim sjálfum og þeirra stjórnunarháttum en starfsmennirnir telja. “ Almenn ánægja ríkir Könnunin sýnir að almenn ánægja ríkir með vinnnuskilyrði á vinnustað, t.d. hvað varðar húsnæði, ör- yggismál, aðbúnað og matar- og kaffihlé. Bæði stjórnendur og almennir starfsmenn telja sig jafnlynda og yfirvegaða á vinnustað en almennir starfsmenn telja sig liprari en stjórnendur. Stjórnendur eru þunglyndari og ekki jafn skapgóðir í vinn- unni og almennir starfsmenn. Óskýrar boðleiðir? „Það er eðlilegt að stjórnendur séu al- varlegri og ábyrgðarfyllri en almennir starfsmenn, það er kannski ein af ástæðunum fyrir því að þeir eru stjórnendur,“ heldur Gunnar Páll áfram. „Hvað frelsi til ákvarðanatöku varðar þá eru þeir auðvitað að vinna að framgangi hugmynda sinna. Ef starfsemin skilar árangri hlýtur fyrirtækið að vera að færast í þá átt sem hugmyndirnar ganga út á og þá hljóta stjórnendurnir að fyllast stolti. Aimennir starfsmenn koma lít- ið sem ekkert að stefnumótun, það eru stjórnendurnir sem hafa heildarsýnina meðan almennir starfsmenn vita lítið sem ekkert um hana og fá þess vegna þá tilfinningu að boðleiðirn- ar séu ekki nógu skýrar og að þeir fái ekki að fylgjast nægi- lega vel með,“ segir hann. 56

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.