Frjáls verslun - 01.02.2002, Side 9
Hrefna Bachmann, markaðsstjóri hjá Símanum.
Hermann Ársælsson, forstöðumaður hjá Símanum.
Sérsniðnar lausnir
„Það er stefna Símans að auðvelda samskipti og
þar með auðvelda líf viðskiptavinarins. Viðskiptavinir
okkar hafa lítinn áhuga á því hvaða tækni búi að baki
hverri lausn fyrir sig heldur vilja þeir einbeita sér að
sínum rekstri og láta okkur sjá um lausnirnar. Með
því móti verður fyrirtækið samkeppnishæfara, auk
þess sem líkur eru á að starfsemi þess verði skil-
virkari. Við sérsníðum því lausnir fyrir viðskiptavini okkar og að-
lögum þær að þörfum þeirra," segir Hermann Ársælsson,
forstöðumaður hjá Símanum.
Að sögn Hermanns býður Síminn bestu tæknilausnir sem völ er
á yfir traust og öruggt dreifikerfi Símans. „Skilyrði fyrir því að geta
boðið svo þróaðar lausnir er að grunnurinn sé góður. Einn helsti
styrkur Símans liggur jafnframt í þeirri þekkingu sem starfsmenn
hans búa yfir og þeirri þjónustu sem þeir veita," segir hann.
Hermann bætir því við að fyrirtæki leitist jafnan við að auka hag-
kvæmni og einfalda rekstur sinn. Centrex sé dæmi um þjónustu
sem þjóni þessum tilgangi fyrir símkerfi fyrirtækja.
Annað dæmi um fjarskiptalausn sem Síminn leggur mikla
áherslu á er IP-net Símans en það er í raun drifkraftur í sam-
runa tölvu- og fjarskiptakerfa. IP-netið er næsta kynslóð af þjón-
ustuneti fyrirtækisins þar sem svokölluð IP-tækni verður notuð
í gagnaflutningum. Qfan á netið býður Síminn alls kyns lausnir
og þjónustu.
„Einkasímstöðvar eru algengar í umhverfi fyrírtækja en þær ná
einungis til hluta af fjarskiptaþörfum þeirra. Umhverfið hefur breyst
þar sem notkun farsíma hefur aukist verulega síðustu ár og far-
símasamtöl orðin einn aðal samskiptamátinn. Með því að taka upp
Centrex geta fyrirtæki hagrætt umtalsvert í fjarskiptaþjónustu sinni
og einfaldað rekstur sinn. Fyrirtækið þarf ekki að festa kaup á einka-
símstöð og uppsetning kerfisins verður einfaldari. Með því að nýta
farsímana eins og í venjulegu símstöðvakerfi, þar sem staðsetning
skiptir ekki lengur máli, fæst aukið hagræði. Að auki verða fyrir-
tækin alltaf með nýjustu lausnirnar á markaðnum
hverju sinni og sleppa við að uppfæra símstöðv-
arnar," segir Hermann.
Tengir saman fyrirtæki með dreifða
starfsemi
„Þjónusta er einn meginþáttur þess að bjóða heild-
arlausnir. Við leggjum því sérstaka áherslu á hátt
þjónustustig til þess að tryggja viðskiptavinum okkur örugga og
þægilega þjónustu. Við fylgjumst mjög náið með þörfum markaðar-
ins, bregðumst skjótt við og mætum þeim," segir Hermann.
Möguleikar Centrex eru margþættir og ræður stærð og sam-
setning fyrirtækjanna mestu um það hvaða lausnir henta hverju
sinni. Þjónustan getur komið í stað einkasímstöðva og getur einnig
keyrt samhliða stærri einkasímstöðvum. Hægt er að tengja saman
fyrirtæki með dreifða starfsemi í eitt einkasímkerfisnet hvort sem
um er að ræða borðsíma eða farsíma. Centrex býður einnig upp á
skiptiborð en með því er hægt að hafa yfirsýn yfir bæði borðsíma
og farsíma í Centrex.
I fyrstu verður boðið upp á einfaldar Centrex lausnir þar sem lögð
verður áhersla á farsíma og fastlínutengingar. í framhaldi að því
verður leitast við að tengja Centrex hópa við einkasímstöðvar.
Síðasti áfangi miðar að því að þróa heildarlausnir í Centrex og sem
dæmi um það má nefna að hugmyndir eru uppi um að tengja tengja
IP- síma inn í Centrex þannig að lausnin mun ná yfir fastlínusíma,
farsíma og IP- síma. Miklir möguleikar eru í því að þróa fjölbreyttar
lausnir í kringum Centrex til að mæta fjölbreyttum þörfum á mark-
aðinum. 35
Rekstur Þjónusta
Engin fjárfesting Óháð staðsetningu
Þekktur kostnaður Farsími og talsími
Uppfærsla símstöðva óþörf Tenging starfsstöðva
9