Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2002, Qupperneq 9

Frjáls verslun - 01.02.2002, Qupperneq 9
Hrefna Bachmann, markaðsstjóri hjá Símanum. Hermann Ársælsson, forstöðumaður hjá Símanum. Sérsniðnar lausnir „Það er stefna Símans að auðvelda samskipti og þar með auðvelda líf viðskiptavinarins. Viðskiptavinir okkar hafa lítinn áhuga á því hvaða tækni búi að baki hverri lausn fyrir sig heldur vilja þeir einbeita sér að sínum rekstri og láta okkur sjá um lausnirnar. Með því móti verður fyrirtækið samkeppnishæfara, auk þess sem líkur eru á að starfsemi þess verði skil- virkari. Við sérsníðum því lausnir fyrir viðskiptavini okkar og að- lögum þær að þörfum þeirra," segir Hermann Ársælsson, forstöðumaður hjá Símanum. Að sögn Hermanns býður Síminn bestu tæknilausnir sem völ er á yfir traust og öruggt dreifikerfi Símans. „Skilyrði fyrir því að geta boðið svo þróaðar lausnir er að grunnurinn sé góður. Einn helsti styrkur Símans liggur jafnframt í þeirri þekkingu sem starfsmenn hans búa yfir og þeirri þjónustu sem þeir veita," segir hann. Hermann bætir því við að fyrirtæki leitist jafnan við að auka hag- kvæmni og einfalda rekstur sinn. Centrex sé dæmi um þjónustu sem þjóni þessum tilgangi fyrir símkerfi fyrirtækja. Annað dæmi um fjarskiptalausn sem Síminn leggur mikla áherslu á er IP-net Símans en það er í raun drifkraftur í sam- runa tölvu- og fjarskiptakerfa. IP-netið er næsta kynslóð af þjón- ustuneti fyrirtækisins þar sem svokölluð IP-tækni verður notuð í gagnaflutningum. Qfan á netið býður Síminn alls kyns lausnir og þjónustu. „Einkasímstöðvar eru algengar í umhverfi fyrírtækja en þær ná einungis til hluta af fjarskiptaþörfum þeirra. Umhverfið hefur breyst þar sem notkun farsíma hefur aukist verulega síðustu ár og far- símasamtöl orðin einn aðal samskiptamátinn. Með því að taka upp Centrex geta fyrirtæki hagrætt umtalsvert í fjarskiptaþjónustu sinni og einfaldað rekstur sinn. Fyrirtækið þarf ekki að festa kaup á einka- símstöð og uppsetning kerfisins verður einfaldari. Með því að nýta farsímana eins og í venjulegu símstöðvakerfi, þar sem staðsetning skiptir ekki lengur máli, fæst aukið hagræði. Að auki verða fyrir- tækin alltaf með nýjustu lausnirnar á markaðnum hverju sinni og sleppa við að uppfæra símstöðv- arnar," segir Hermann. Tengir saman fyrirtæki með dreifða starfsemi „Þjónusta er einn meginþáttur þess að bjóða heild- arlausnir. Við leggjum því sérstaka áherslu á hátt þjónustustig til þess að tryggja viðskiptavinum okkur örugga og þægilega þjónustu. Við fylgjumst mjög náið með þörfum markaðar- ins, bregðumst skjótt við og mætum þeim," segir Hermann. Möguleikar Centrex eru margþættir og ræður stærð og sam- setning fyrirtækjanna mestu um það hvaða lausnir henta hverju sinni. Þjónustan getur komið í stað einkasímstöðva og getur einnig keyrt samhliða stærri einkasímstöðvum. Hægt er að tengja saman fyrirtæki með dreifða starfsemi í eitt einkasímkerfisnet hvort sem um er að ræða borðsíma eða farsíma. Centrex býður einnig upp á skiptiborð en með því er hægt að hafa yfirsýn yfir bæði borðsíma og farsíma í Centrex. I fyrstu verður boðið upp á einfaldar Centrex lausnir þar sem lögð verður áhersla á farsíma og fastlínutengingar. í framhaldi að því verður leitast við að tengja Centrex hópa við einkasímstöðvar. Síðasti áfangi miðar að því að þróa heildarlausnir í Centrex og sem dæmi um það má nefna að hugmyndir eru uppi um að tengja tengja IP- síma inn í Centrex þannig að lausnin mun ná yfir fastlínusíma, farsíma og IP- síma. Miklir möguleikar eru í því að þróa fjölbreyttar lausnir í kringum Centrex til að mæta fjölbreyttum þörfum á mark- aðinum. 35 Rekstur Þjónusta Engin fjárfesting Óháð staðsetningu Þekktur kostnaður Farsími og talsími Uppfærsla símstöðva óþörf Tenging starfsstöðva 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.