Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2002, Page 24

Frjáls verslun - 01.04.2002, Page 24
MYNDASERÍA GEIRS ÓLAFSSONAR Ráðherrafundur Atlantshafsbandalagsríkjanna fór átaka- laust fram í Háskólabíói um miðjan maí enda ekki við öðru að búast. Öryggisráðstafanir voru meiri en nokkru sinni hafði áður sést á íslandi og hafði til að mynda verið reist öryggisgirðing umhverfis Hótel Sögu og Háskólabíó. Lögreglu- menn stóðu vaktina þar fyrir innan, sumir þeirra meira að segja vopnaðir vélbyssum - óvenjuleg sjón í þessu landi þar sem mótmæli fara undantekningalaust fram með friðsamlegum hætti. Fundurinn setti þó strik í reikninginn víða í þjóðfélaginu. Þannig sóttu um 70 börn í Melaskóla ekki skólann í nokkra daga og nokkrum starfsmönnum á svæðinu var tilkynnt að þeir þyrftu ekki að sækja vinnu meðan á fundinum stóð. Fjölmiðla- menn fjölmenntu til landsins til að segja fréttir af fundinum og innlendir fjölmiðlar gerðu honum að sjálfsögðu góð skil. Geir Ólafsson, Ijósmyndari Frjálsrar verslunar, fylgdist með fundin- um og segir hér sögu sína - í myndum! Ráðherrafundur

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.