Frjáls verslun - 01.04.2002, Blaðsíða 32
FJÁRIVIÁl LÍFTÍMI deCODE ____________________________________________________________________________
Ekkert fyrirtæki á Islandi hefur fengið eins margar hrakspár manna á meðal í íslensku
viðskiptalífi um að það deyi og deCODE.
við slíkar rannsóknir séu að blekkja. Og ef þetta gengur allt út á
að ná inn peningum frá Jjárfestum, sem þegar hefur tekist, hvers
vegna ættí þá að vera áhugi á að brenna það fé upp með
taprekstri. Væri ekki viturlegast að leysa fyrirtækið strax upp og
ná þessum sjóðum út í stað þess að eyða þeim? Þess má geta að
hinn kunni bandaríski Jjárfestir Warren Buffett hélt því fram að
forráðamenn margra net- og tæknifyrirtækja hefðu í miðri net-
bólunni haft það á stefnuskrá sinni að ná frekar inn fé frá Jjár-
festum en að skila árangri.
Verðmætir samningar deCODE Hvað sem öllu blekkingartali
líður þá verður ekki horft fram hjá því að margir innan atvinnu-
greinarinnar sjálfrar hafa trú á vinnu deCODE - það sýna þeir
samningar sem Jyrirtækið hefur náð við önnur Jyrirtæki og
tryggja munu því verulegar tekjur á næstu árum. Fram hjá þeim
samningum verður ekki horft, hvað sem hver segir! Það er hins
vegar mjög eðlilegt að trú manna á fyrirtækinu sé misjafnlega
mikil. Þannig er það með öll Jyrirtæki, í öllum atvinnugreinum.
Það segir sig þó sjálft að trú manna á íyrirtæki, sem eiga sér langa
hagnaðarsögu og hafa fasta vöru í hendi til að selja, er meiri en á
þeirn Jyrirtækjum sem eiga sér tapsögu og fást við flóknar
vísindalegar uppgötvanir sem skila af sér arði einhvern tíma í
framtíðinni. Annað væri óeðlilegt!
Milljarða tap DeCODE hefur tapað miklu fé frá því það var
stofnað. Tap síðustu þriggja ára nemur um um 102,7 milljónum
dala (um 9,5 milljörðum kr.) í lok mars sl. sýndi efnahagsreikn-
ingur að uppsafnað tap deCODE frá byijun nemur um 169,8 millj-
ónum dala (um 15,5 milljörðum kr.) Á síðasta ári tapaði Jýrir-
tækið 47,8 milljónum dala (um 4,4 milljörðum kr.) og má segja að
það tap hafi fengið almenning og hluthafa í fyrirtækinu til að
svitna. Á fyrsta Jjórðungi þessa árs nam tapið 11,2 milljónum
dala (yfir einn milljarð kr.) og hafði minnkað verulega frá sama
fiórðungi í fyrra þegar það var 16,1 milljónir dala (um 1,5 millj-
arðar kr.) Ástæðan er næstum tvöföldun tekna frá árinu áður og
minni kostnaður. Fram hefur komið hjá forráðamönnum
deCODE að afkoman iýrstu þrjá mánuði þessa árs spegli vel þá
þróun sem sé hjá fyrirtækinu - að vegna nýrra samninga séu
tekjur að vaxa hraðar en útgjöld - og að afkoman sé í takt við
það sem gert var ráð fyrir.
Gert ráð fyrir hagnaði árið 2005 Það er fyrst og fremst hið
mikla tap undanfarinna ár sem dregið hefur úr trú margra á að
deCODE nái jafnvægispunktí í rekstri sínum innan fárra ára og
hætti að tapa. Sérfræðingar Morgan Stanley eru þó á öðru
máli. I skýrslu sem Morgan Stanley gaf út 15. maí sl., eða sama
dag og tilkynnt var um afkomu deCODE á fyrsta Jjórðungi
þessa árs, er gert ráð fyrir að deCODE fari að skila hagnaði
árið 2005. Sérfræðingar Morgan Stanley gera ráð fyrir því að
tapið á þessu ári verði um 42,9 milljónir dala (um 4 milljarðar
kr.), um 14,0 milljónir dala á árinu 2003, um 1,9 milljónir dala á
árinu 2004 og taki menn eftir því að þeir gera ráð fyrir að
deCODE skili 22,1 milljón dala í hagnað á árinu 2005. Morgan
Stanley gerir ráð fyrir að það verði fýrst og fremst auknar tekj-
ur deCODE vegna nýrra samninga sem snúi dæminu við og
leiði það inn á braut hagnaðar.
Skuldir yfir 8 milljarðar Þegar horft er á efnahagsreikning
deCODE síðustu misserin vekur athygli að skuldir þess hafa
aukist verulega á einu ári á sama tíma og það státar af digrum
sjóðum.
I endaðan mars sl. voru skuldirnar komnar í 90,9 milljónir
Bandaríkjadala (um 8,4 milljarða kr.) en höfðu á sama tíma fýrir
ári verið 21,5 milljónir dala. Meginskýringin á þessari aukningu
var skuldabréfaútboð upp á 43,5 milljónir dala vegna endurijár-
mögnunar á byggingu nýrra höfuðstöðva íslenskrar erfðagrein-
ingar við Sturlugötu í Reykjavík og á kaupum á nýjum DNA-
greiningartækjum - sem og skuldir MediChem sem hafa verið
færðar inn í efnahagsreikninginn. Bygging íslenskrar erfðagrein-
ingar og tækin í henni eru núna metin á um 60 milljónir dala (um
5,5 milljarða kr.) í reikningum deCODE. Til viðbótar koma síðan
húsbyggingar og tæki MediChem í Chicago sem metín eru á 33
milljónir dala. Ástæðan íýrir því að farið var út í skuldabréfaútboð
vegna byggingarinnar og tækjakaupanna er sú að deCODE vill
nýta ráðstöfunarféð, sem það er með í sjóðum sínum, til að mæta
Jjárþörfinni vegna vísindarannsókna sinna - sem það metur jú
sem arðbærustu Jjárfestinguna. Hugsunin er þessi: Húsið er
góður rammi en það skapar ekki framtíðartekjurnar eitt og sér
heldur vinna starfsmanna og uppgötvanir þeirra. Yakin var
athygli á því í blaðagrein að lánakjör deCODE í fyrrnefndu
skuldabréfaútboði vegna byggingarinnar hafi verið fremur slök
og að vaxtaálagið ofan á libor-vextí hafi verið nær 6% sem þykir
býsna mikið. Þessu hefur verið svarað með þeim hættí að fyrir
haíi verið veð í byggingunni og því hafi lánadrottnar í skulda-
bréiaútboðinu fengið aftari veðrétt og í öllum viðskiptum þýði
það jafhan verri kjör.
Útistandandi kröfur um 3 milljarðar Það vekur athygli í efna-
hagsreikningi deCODE hve útistandandi kröfur og aðrar
skammtíma eignir eru miklar. (Receivables and other current
assets). Nam þessi Jjárhæð um 28,9 milljónum dala (um 2,7 millj-
örðum kr.) í endaðan mars sl. Sumir hafa velt þvi íýrir sér hvort
lyjjarisinn la Rosche hefði ekki staðið í skilum við fyrirtækið en
það mun vera rangt. Hann mun hafa staðið við allar sínar greiðsl-
ur. Bent skal á að samkvæmt reglum hjá bandaríska verðbréfa-
eftírlitinu í Washington, Securitíes and Exchange Commission,
máttu liftæknifyrirtæki ekki tekjufæra samninga nema á þeim
tíma sem þeir stóðu yfir, jafnvel þó þau væru búin að uppfylla
samninginn og fá greitt fyrir hann að fullu. í ijögurra ára samn-
ingi nemur árleg tekjufærsla þvi einum Jjórða hluta á ári. En
þetta þýddi að þótt innkomnar greiðslur væru komnar í sjóð
máttí ekki tekjufæra þær að fullu. Því hefur orðið að skuldfæra
þær sem fyrirframgreiddar tekjur en færa þær líka eignamegin
sem útístandandi kröfur. Skuldfærslan í reikningum deCODE
vegna Jýrirframgreiddra tekna nam um 12 milljónum dala (um
1,1 ntílljarði kr.) í lok mars sl. í skýrslu deCODE segir að þessi
bókhaldsaðferð bandaríska verðbréfaeftírlitsins vegna áfanga-
greiðslna tíl líftæknifyrirtækja hafi breyst um áramótin sl. Þá var
tekin upp ný aðferð við tekjuskráningu sem felur í sér að áfanga-
greiðslur eru tekjufærðar að fullu þegar áfanga er náð.
Miðlægi gagnagrunnurinn ekki í gagnið DeCODE var stofnað
árið 1996 utan um þá trú að með aukinni velmegun vaxi krafa
32