Frjáls verslun - 01.04.2002, Síða 46
TOLVUR EJS
Tekjur EJS sl. fjögur ár.
íhugaði breytingarnar fyrir fjórum árum Olgeir segir að það
hafi ekki farið nægilega vel saman að EJS hafi verið allt í
senn: tölvusali, hugbúnaðarhús, þjónustufyrirtæki og í
stórum verkefnum erlendis. Því hafi þurft að skipta félaginu
upp í fjögur dótturfélög sem hefðu eignarhaldsfélag yfir sér.
Draga hafi þurft skýrari línur þarna á milli og ná upp meiri
einbeitingu og sölu á hverju sviði fyrir sig. Hann segist raunar
hafa íhugað þessar breytingar í bráðum fjögur ár. „Þær eiga
að skila okkur aukinni markaðshlutdeild í sölu á tölvum og
hugbúnaði - sem og auknum útflutningi á hugbúnaði og hug-
búnaðarlausnum."
Olgeir hefur verið forstjóri EJS síðastliðin tólf ár og unnið
hjá fyrirtækinu frá árinu 1981 er hann réðst til Einars J. Skúla-
sonar sem fyrsti tölvumaður fyrirtækisins. Hann tekur við
stjórnarformennskunni í samstæðunni af Helga Þór Guð-
mundssyni. Helgi var að vísu ekki með titilinn „starfandi"
stjórnarformaður. Helgi hefur unnið hjá fyrirtækinu frá árinu
1960, eða í um fjörutíu og tvö ár, og mun starfa þar áfram.
Þeir Olgeir og Helgi eru ásamt Bjarna B. Asgeirssyni þrír
stærstu hluthafar fyrirtækisins, samtals með um 48% hlut.
Kaupþing er ijórði stærsti hluthafinn, með um 10% hlut. Alls
eru hluthafar í EJS um 600 talsins. Fyrirtækið er ekki á Verð-
bréfaþingi. „Það er ekki hentugt að skrá það þar eins og
staðan er núna,“ segir Olgeir. „En vonandi gerist það þó fyrr
en seinna.“
Síðasta ar erfitt fyrir EJS EJS er í 60. sæti á lista Frjálsrar
verslunar yfir 300 stærstu fyrirtæki landsins. Það var með
tæpa 3,2 milljarða í veltu á árinu 2000 en á síðasta ári dróst
veltan saman um tæpan hálfan milljarð og var um 2,7 millj-
arðar. Starfsmönnum hjá samstæðunni fækkaði að sama
skapi úr um 300 í um 250. Hópuppsögnum var ekki beitt
heldur var sú aðferð notuð að ráða ekki nýja starfsmenn í stað
þeirra sem hættu. Tap EJS varð til þess að eiginfjárhlutfallið
lækkaði úr 49% í 25% í lok síðasta árs. Viðskiptavinirnir eru á
þriðja þúsund, þeirra á meðal eru um 40 af 100 stærstu fyrir-
tækjum landsins sem nota hugbúnaðarkerfi frá fyrirtækinu.
Hagnaður f. skatta EJS sl. fjögur ár.
323
Olgeir segir um tap síðasta árs að þar hafi mest munað um
300 milljóna króna gjaldþrot Mekkanos og Kveikja, fyrrver-
andi dótturfélaga EJS, en einnig hafi minni útflutningur á
hugbúnaði til Asíu, almennur samdráttur í upplýsingageir-
anum hér á landi, niðurfelling útistandandi krafna vegna
þrenginga í efnahagslífinu.
Hin nýja regnhlíf Með nýju skipuriti er EJS-samstæðan
orðin regnhlíf ijögurra dótturfélaga. EJS Group er regnhlífin,
eignarhaldsfélagið, og þar verður Olgeir starfandi stjórnar-
formaður og eini starfsmaðurinn. Dótturfélögin eru EJS,
Hugur, EJS International og EJS Limited í Skotlandi.
Viðar Viðarsson, þróunarstjóri hjá EJS, hefur verið ráðinn
framkvæmdastjóri EJS. Páll Freysteinsson, sem áður var
framkvæmdastjóri þjónustu- og hugbúnaðarsviðs EJS, verður
framkvæmdastjóri Hugar. Gunnar Ingimundarson, sem verið
hefur framkvæmdastjóri Hugar, tekur við stöðu sölu- og mark-
aðsstjóra Hugar. Sigurður Grendal Magnússon, fyrrverandi
aðstoðarmaður forstjóra EJS, verður framkvæmdastjóri EJS
International. Skotinn John Docherty verður áfram fram-
kvæmdastjóri EJS Limited, með aðsetur í Glasgow í Skotlandi.
Fléttan í Ejs-Skákinni Olgeir er ágætur skákmaður og má
segja að flétta hans í EJS-skákinni líti svona út: 1) EJS við
Grensásveg á að einbeita sér að sölu á tölvum og tölvukerf-
um innanlands og keppa af meira afli við aðra stóra tölvusala,
eins og Nýherja, Aco-Tæknival og Opin kerfi. 2) Hin þekkta
hugbúnaðardeild EJS flyst yfir í hugbúnaðarhúsið Hug í
Kópavogi, sem er dótturfélag EJS Group, og verður fyrir vik-
ið stærra og sterkara sem aftur mun gefa því aukinn mátt til
að takast á við innlend og erlend verkefni. 3) EJS
International mun byggja sóknina á gamla og nýja markaði á
víðtækari lausnum en áður. 4)Nafni Hugar UK í Skotlandi
hefur verið breytt í EJS Limited og endurspeglar nafnbreyt-
ingin breyttar áherslur. Fyrirtækinu er ætlað að selja fram-
leiðsluvörur Hugar á Bretlandsmarkaði og annast þjónustu
við kaupendur.
Olgeir verður starfandi stjórnarformaður samstæðunnar, EJS Group, en
samkvæmt breytingunum heyra núna fjögur dótturfélög undir hana - EJS, Hugur,
EJS International og EJS Limited í Skotlandi. Þau eru ekki aðeins taflmennirnir í
EJS-skákinni, þau eru sjálf EJS-fæðukeðjan!
46