Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2002, Síða 47

Frjáls verslun - 01.04.2002, Síða 47
TÖLVUR EJS Eiginfjárhlutfall EJS síðastliðin fjögur ár. „Cul and paste“ - klippa og ll'ma „Þótt vöxturinn verði mikill við það að komast inn á nýja markaði erlendis þá er forsenda útrásarinnar mikill styrkur heima fyrir. Hugur hefur ekki getað boðið þjónustu á breiðu sviði heldur hefur hann verið stórt fyrirtæki á tiltölulega þröngum markaði, þ.e. verið með viðskiptakerfi fyrir dreifingar- og framleiðslufyrirtæki. Nú er þar orðin breyting á eftir að hugbúnaðardeild EJS, sem í meira en tvo áratugi hefur einbeitt sér að hugbúnaðar- lausnum fyrir banka, flármálafyrirtæki og verslanir, er komin inn í Hug. Núna er getan meiri og hægt verður að sinna stærri viðskiptavinum. Áhrifin af sameiningunni birtast sömuleiðis í því að dýptin verður meiri. Með öðrum orðum; viðskiptavinir Hugar verða fleiri og stærri, auk þess sem hægt er að sinna fleiri verkefnum fyrir hvern og einn. Fyrir vikið næst upp meiri sérhæfing og þekking sem gerir útflutn- ing á sams konar verkefnum og lausnum sem unnin eru hér heima mun auðveldari og markvissari. Sumir kynnu að nefna þetta „klippa og líma aðferðina - „cut and paste“ aðferðina" svo stuðst sé við þekktan frasa úr heimi tölvanna. Við flytjum það út sem við kunnum og gerum vel hér heima.“ EJS International verður að standa sig Olgeir segir að Ejs International hafi verið burðarásinn í útflutningi EJS á hug- búnaði til þessa. „Útrásin hófst árið 1993 til Norðurlandanna með sölu á MMDS vörustjórnunarkerfi til dönsku kaupfélag- anna, FDB. Helsti viðskiptavinur EJS International frá árinu 1995 hefur verið Dairy Farm í Hong Kong sem rekur nokkrar versl- anakeðjur vítt og breitt í Asíu. Á siðasta ári ákvað fyrirtækið að draga saman seglin vegna versnandi efnahagsástands og það bitnaði á okkur. Það sýndi okkur líka hversu sveiflukennt það er að byggja viðskipti svo mikið á einum viðskiptavini þótt hann sé stór, öflugur og góður. Þess vegna verður EJS International núna að finna sér fleiri markaði, sérstaklega á Norðurlöndum og í Evrópu, og afla tekna upp á eigin spýtur með það vegar- nesti þó í höndum að hafa úr fleiri lausnum að spila sem ættaðar eru frá stærra og öfl- ugra hugbúnaðarhúsi, Hug.“ EJS er nú að koma undan erfiðu tapári eftir að hafa skilað hagnaði í samfelld ellefu ár þar á undan. Ekki er gert ráð fyrir miklum hagnaði á þessu ári heldur frekar á því næsta þegar breytingarnar verða farnar að skila sér af fullum þunga. einbeita sér að henni. „EJS mun einbeita sér að sölu búnaðar og þjónustu við tölvukerfi viðskiptavina sinna, auk hýsingar og ráðgjafar. Þar tel ég okkur eiga nokkur sóknarfæri. Við erum með mörg þekkt vörumerki, eins og Dell, Sun, NCR, 3Com, Microsoft og Cisco. Tölvusala hefur verið á uppleið hjá okkur undanfarna mánuði eftir nokkurn samdrátt. Öll ytri tákn benda einnig til þess að salan eigi eftir að vaxa á þessu ári. Ég geri mér þó grein fyrir að á þessum markaði erum við að keppa við þekkt merki frá Nýheija, Aco-Tæknivali og Opn- um kerfum og verðum að hafa okkur alla við til að ná stærri sneið af kökunni.“ Upplýsingatækni forsenda aukinnar framleiðni Að sögn Olgeirs hafa fyrirtæki í upplýsingatækni verið í lægð um allan heim eftir það bakslag sem varð í efnahagslífi flestra þjóða á síðasta ári. „Tekjur stórra fyrirtækja í upplýsingatækninni í Bandaríkjunum hafa t.d. dregist verulega saman. Það er einu sinni svo að í niðursveiflu hættir fyrirtækjum til að draga saman í upplýsingatækni í sparnaðarskyni þótt flestir séu sammála því að án hennar nái fyrirtæki ekki árangri til langs tíma. Hún er forsenda aukinnar framleiðni og hagkvæmari reksturs. Það má því segja að það geti verið afar tvíbent að byrja á að skera þar niður lendi fyrirtæki í andstreymi. Að sama skapi gefur þörfin á upplýsingatækni fyrirtækjum í þeirri grein stöðug sóknarfæri í að selja og framleiða. Það verður best gert með enn meiri sérhæfingu og enn meiri ein- beitingu á hvoru sviði fyrir sig; nokkuð sem við erum núna að skerpa á með skipulagsbreytingunum."®] MewdCd -setur brag á sérhvern dag! Tölvusalan við Grensásveg Um tækjasöluna segir Olgeir að EJS við Grensásveginn muni 47
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.