Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2002, Page 59

Frjáls verslun - 01.04.2002, Page 59
„Við erum með mjög breiða framleiðslulínu með þessari sameiningu þar sem við vinnum vandað prentverk, þá höfum við mikla reynslu í að vinna hratt og við viljum alls ekki tapa þeim eiginleikum," segir Sverrir D. Hauksson framkvæmdastjóri. Gísli Ragnar Gíslason prentráðgjafi og Stefán Hjaltalín, sem einnig er prentráðgjafi, uelta fyrir sér vinnslu á uerkefni. Þorkell J. Sigurðsson prentsmiður í umbrotsuinnslu. Vönduð vinnubrögð Helstu verkefni og aðaláherslur í verkefnum hjá Gutenberg eru vinnsla á timaritum, bæklingum, skýrslum, kiljubókum, reikningum, umslögum, bréfsefnum. Föst verkefni eins og prentun fyrir þingið og ríkið hafa verið hjá Gutenberg um langa hrið og eins ýmsar skólabækur en Sverrir segir vandvirkni og góða þjónustu vera það sem prentsmiðjan leggi mesta áherslu á. „Það er okkur mikilvægt að skila eins fullkomnu verki og okkur er unnt,“ segir hann. „Þannig verða allir ánægðir og við sáttir við okkar verk. Það er tímanna tákn að prentsmiðjur eru ekki lengur bara prentsmiðjur heldur eru þær meira þjónustufyrirtæki og hjá þeim þarf að sinna verk- inu frá upphafi til enda. Þannig sjáum við um umbrot og myndvinnslu í upphafi verks og skilum prentgrip fullbúnum til viðtakanda." SH Gutenberg er til húsa uið Síðumúla 16. 59

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.