Frjáls verslun - 01.04.2002, Qupperneq 60
Menntun MBA-nám
MBA á íslandi
/
Fyrstu MBA-nemarnir frá Háskóla Islands útskrifast nú íjúní en áðurþurftu þeir sem höfðu
hug á slíku námi að fara til útlanda. Háskólinn í Reykjavík og Háskóli íslands bjóða báðir
uþp á MBA-nám en á Bifröst verður boðið upp á það frá og með haustinu 2003.
Eftir Vigsísi Stefánsdóttur Myndir: Geir Ólafsson
MBA við Háskóla íslands
- Hvers konar nám er MBA-nám?
MBA-námið er spennandi möguleiki fyrir
þá einstaklinga sem lokið hafa háskóla-
prófi í einhverju fagi; t.d. verkfræði, lög-
fræði, læknisfræði, viðskiptaífæði, hjúkr-
unarfræði, kennslufræði, líffræði, félags-
fræði eða listum; og hafa umtalsverða
starfs- og stjórnunarreynslu til að verða
sér úti um aukna þekkingu og færni í við-
skiptafræði og stjórnun. Þeir sem ljúka
náminu útskrifast með MBA-gráðu, sem
er meistaragráða C,Master of Business
Administration"). MBA-gráðan er vel þekkt og alþjóðlega viður-
kennd. Af þeim sökum er MBA-nám keimlíkt hvar sem er í
heiminum. Það styrkist og endurspeglast af því að óháðir aðilar,
eins og td. AMBA (Association of MBA's), gefa út viðmið um
MBA-nám og taka að sér að votta slíkt nám.
MBA-námið í Háskóla Islands hefur verið þróað með hliðsjón
af þessum viðmiðum og einnig með hliðsjón af samanburðar-
rannsóknum sem við gerum á góðum MBA-skólum erlendis.
MBA-námið í Háskóla Islands er 45 eininga nám sem skiptíst í
kjarna og valfög. I kjarnanum eru ellefu fög sem gefa haldgóða
þekkingu á viðskiptafræði og stjórnun, sjá upplýsingar á
www.mba.is. Valfögin sem nemendur hafa haft úr að velja, núna
vorið 2002, eru tíu talsins. Hver nemandi verður að taka minnst
þijú valfög og vinna lokaverkefiii. Hann getur þó sleppt loka-
verkefni og tekið flórða valfagið. Margir nemendur gera það,
ekki síst vegna þess að flestum námskeiðum lýkur með raun-
verkefni sem unnið er fyrir eða í samstarfi við eitthvert fyrirtæki
og þau verkefni eru í raun eins og lokaverkefni. Það sem er sér-
stakt við valfögin hjá okkur er að þau eru þróuð i samræmi við
óskir nemendanna um sérsvið og áherslur.
- Hversu langt er námið?
Þetta er 45 eininga nám. Það stendur yfir í tæp tvö ár og skiptíst
í fjögur misseri. Nemendurnir sem hófu námið í september árið
2000 eru að útskrifast núna í júní 2002. MBA-námið fer fram
síðla dags og fram á kvöld tvo daga í viku, mánudaga og fimmtu-
daga. Meginreglan er að hvert námskeið standi yfir í níu vikur
og að nemandinn sæki tvö námskeið það
tímabil. Nokkur námskeið voru haldin sér,
þannig að þá var námstíminn ijórar og hálf
vika. Milli námskeiða er hlé í eina viku og
milli missera er námshléið lengra allt eftír
því hvenær ársins hléið er. Sumarhléið er
tveir mánuðir.
- Hvemig hefur MBA-námið gengið fyrir sig
íHÍ?
MBA-námið í Háskóla Islands hefur
gengið mjög vel í þau tæpu tvö ár sem liðin
eru frá þvi að fyrstu nemendurnir hófu námið. Það fór, held ég,
ekki framhjá neinum þegar við kynntum þá ákvörðun að bjóða
upp á MBA-námið vorið 2000. Sú ákvörðun var mjög eðlilegt
skref í þróun viðskiptafræðináms hér á landi, sérstaklega í ljósi
þess að það er að verða mun algengara að háskólamenntað fólk
sæki sér meiri menntun en þá sem fyrsta háskólagráðan er til
vitnis um. Eg vil undirstrika að þeir sem lokið hafa fyrstu
háskólagráðu og vilja mennta sig frekar í viðskiptafræði hafa úr
mörgum kostum að velja hjá okkur. Við hófum kennslu á
nokkrum sérsviðum til MS-prófs í viðskiptafræði árið 1997 og
nemendum hefur fyölgað jafnt og þétt í MS-náminu. Við munum
svo í haust bjóða velkomna fyrstu nemendurna í MA-nám í
mannauðsstjórnun. MS- og MA-námið flokkast undir rann-
sóknartengt framhaldsnám í viðskiptafræði og miðar að sérhæf-
ingu á afmörkuðum sviðum, eins og stjórnun og stefnumótun,
fjármáluin, markaðsfræði og mannauðsstjórnun svo dæmi séu
tekin. MBA-námið er öðru vísi og það hefur mikla sérstöðu. Það
flokkast ekki undir rannsóknartengt framhaldsnám og það er
ætlað þeim sem þegar hafa mikla starfsreynslu. Erlendis er
þetta nám gjarnan nefnt „executive MBA“. MBA-námið er ætlað
þeim sem vilja styrkja þekkingu sína almennt í viðskiptafræði og
sérstaklega öðlast forsendur tíl að stóreflast sem stjórnendur.
- Hvað kostar MBA-nám?
Það er að nokkru að hyggja þegar talað er um kostnað við að
fara í MBA-nám. I fyrsta lagi er það spurning hvort rétt sé að tala
um kostnað, þar sem þetta er í raun fjárfesting og líklega afar
Boðið hefur verið upp á MBA-
nám sl. tvö ár. Dr. Runólfur
Smári Steinþórsson, dósent í við-
skipta- og hagfrœðideild Háskóla
/
Islands, er forstöðumaður MBA-
/
námsins í Háskóla Islands og
situr hér fyrir svörum.
60