Frjáls verslun - 01.04.2002, Side 61
IVl ENNTU N MBA-NÁM
örugg og góð Jjárfesting fyrir þann sem á þess
kost að fara í námið. I annan stað má gera
greinarmun á útlögðum kostnaði og fórnarkostn-
aði við það að fara í MBA-nám. Við sem stöndum
að MBA-náminu í Háskóla Islands skipuleggjum
það þannig að fórnarkostnaður verði sem
minnstur. Þetta sést m.a. á því að námið er skipu-
lagt þannig að hægt sé að vinna með þvi og að við
leggjum áherslu á að fá til landsins færustu er-
lenda gestafyrirlesara til að spara nemendum
tíma í stað þess að þeim sé gert að fara utan.
Þegar kemur að útlögðum kostnaði þá verður
kennslugjaldið Jyrir MBA-námið 2002-2004 ein
og hálf milljón króna. Auk þess verða nemendur
að gera ráð íyrir að kaupa bækur Jyrir um
180.000 krónur. Allir nemendur verða að hafa far-
tölvu og sé hún ekki til staðar þá má reikna með
að hún kosti ríflega 200.000 krónur. Reynslan er
að MBA-nemar líta á þennan kostnað sem Jjár-
festingu og í mörgum tilvikum er það vinnuveit-
andi MBA-nemans sem leggur út fyrir kostnaði.
Lánasjóður íslenskra námsmanna veitir auk þess
lán Jyrir kennslugjaldinu til þeirra einstaklinga
sem kjósa að fara þá leiðina við að Jjármagna námið.
- Er hægt að stunda námið með vinnu?
Svarið við þessari spurningu er eindregið já. Nánast allir þeir
sem eru núna í MBA-náminu eru að vinna með þvi. Það eru
kannski ekki allir í fullri vinnu og dæmi eru um það að nem-
endur hafi dregið úr vinnu til að ná sem mestu úr MBA-náminu,
t.d. fara í fleiri valnámskeið en þeir þurfa. Eins er það reynslan á
seinna ári í náminu að MBA-nemar eru farnir að hafa tekjur af
námsvinnunni. Námið er byggt á því að nemendur séu í virkum
tengslum við fyrirtæki og vinni verkefni sem gagnast Jyrirtækj-
unum. Samanlagt hafa nemendur unnið um eitt hundrað slík
verkeJhi fyrir Jyrirtæki og stofnanir hér á landi. Gæði þessara
verkefna eru slik að Jyrirtækin og stofnanirnar, sem þau eru
unnin fyrir, eru farin að greiða Jyrir þau og hagnýta sér niður-
stöðurnar beint í rekstri sínum.
- Hverjir geta sótt um MBA-nám? Hverjar eru forliröJur?
Meginreglan er að MBA-námið er lyrir alla þá sem hafa lokið
háskólaprófi í einhverju fagi. Háskólaprófið eitt og sér er þó ekki
nægilegt. Nokkurra ára reynslu af rekstri og stjórnunarstörfum
er líka afar mikilvægur undanfari íyrir MBA-nám. Þetta þýðir að
meðalaldur MBA-nemenda er nær fertugu en þrítugu og að
hópurinn sem sækir MBA-námið er með afar Jjölbreyttan bak-
grunn. Þetta sést best á nemendahópnum sem stundar MBA-
námið í Háskóla íslands núna, sjá www.mba.is.
- Hversu margir hafa sótt um fyrir næsta ár?
Nú eru 45 nemendur sem ljúka MBA-náminu. Þeir verða fyrstír
til að útskrifast með MBA-gráðu frá Háskóla íslands og reyndar
þeir íýrstu sem fá gráðuna frá íslenskum háskóla. Nýr hópur
mun hefja nám í september nk. og það hafa fleiri sótt um en við
getum tekið á mótí. 55 manns komust að haustið 2000 og likleg-
ast verður Jjöldinn svipaður nú.
- Hvar nýtist það best og hvaða réttíndi gefur það?
Þeir sem ljúka MBA-námi frá Háskóla íslands útskrifast með
meistaragráðu. Þeir eins og aðrir sem lokið hafa MBA-námi frá
viðurkenndum háskóla fá rétt til að nota starfsheitíð viðskipta-
fræðingur. Við sem stöndum að MBA-náminu í Háskóla Isands
erum þess fullviss að sá kostur sem við erum að bjóða upp á sé
almennt mjög hagnýtur, árangursríkur og fræðilega traustur.
Þetta nám nýtíst mjög víða og miðar fyrst og fremst að því að
gera einstaklinginn víðsýnni, hæfari og betri til að takast á við
stjórnun Jyrirtækja og stofnana. Við erum með nemendur sem
koma úr nánast öllum geirum athafnalífsins, þ.e. bæði fólk sem
vinnur hjá stórum og smáum fyrirtækjum og fólk sem er í
ábyrgðarstörfum í opinberum stofnunum. MBA-námið í
Háskóla Islands gefur þannig breiða almenna færni í viðskipta-
fræði og stjórnun, auk þess sem MBA-nemendur geta með
skynsamlegu vali á valfögum náð sér til viðbótar í ákveðna sér-
þekkingu, t.d. í stefnumiðaðri stjórnun, markaðsfræði,
mannauðsstjórnun, rekstrarsJjórnun, Jjármálum og reiknings-
haldi svo eitthvað sé nefnt.
- Eitthvað fleira sem þú vilt segja um námið?
Engin lýsing á MBA-náminu er fullkomlega tæmandi. Mikilvæg-
ast er að undirstrika það að MBA-námið í Háskóla Islands er í
stöðugri þróun. Við litum á það sem lykilatriði að virkja alla þá
sem koma að náminu með einum eða öðrum hættí. I raun má
segja að samstarf og samvirkni séu lykilorðin í rekstri námsins.
MBA-námið er á vegum viðskiptaskorar viðskipta- og hagfræði-
deildar Háskóla íslands. Við höfum svo gert samning við Endur-
menntun Háskóla íslands um ákveðna þættí í framkvæmd
námsins. Við sækjumst eftír að fá tíl liðs við okkur afar hæfa
kennara úr öðrum deildum skólans, einnig reynda stjórnendur
úr atvinnulifinu og þá færustu erlenda fyrirlesara sem við eigum
völ á á hverjum tíma. Eg hef með mér í náminu mjög virka
stjórn, góða og samhenta kennara og afar góðan hóp nemenda.
Ég vil að lokum segja það að ég lít á það sem afar mikilvægt
atriði í hlutverki mínu sem forstöðumanns námsins að virkja fólk
með mér og eiga þátt í að tengja saman þá sem hafa hag af því
að ná saman. Það er ávinningurinn íýrir hvern og einn sem
ræður úrslitum um orðspor og gæði námsins. 33
Dr. Runólfur Smári Steinþórsson, dósent í viðskiþta- og hagfræðideild Háskóla Islands:
„Nokkurra ára reynslu afrekstri og stjórnunarstörfum er líka afar mikilvægur undan-
fari jyrir MBA-nám. “
61