Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2002, Side 63

Frjáls verslun - 01.04.2002, Side 63
MENNTUN IVIBfl-NÁM anstendur af 15 námskeiðum, 3 námstefnum erlendis og loka- verkefni. Samstarfsskólar eru: Erasmus-háskólinn í Rotterdam, Viðskiptaháskólinn í Kaupmannahöfn, Kölnarháskóli í Þýska- landi, Viðskiptaháskólinn í Aþenu, Fylkisháskólinn í Georgíu í Bandaríkjunum, Viðskiptaháskólinn í Bergen, Háskólinn í Denver, ESADE í Barcelóna og EGADE-háskólinn í Monterrey, Mexíkó. Kennarar eru sérfræðingar HR en auk þess kemur um helmingur kennara frá samstarfsskólum erlendis sem gefur náminu alþjóðlegt viðmið og eykur gæði þess. Kennt er á ensku. MBA-nám með áherslu á mannauðsstjórnun í náminu er lögð sérstök áhersla á mannauðsstjórnun og haldin verða sérhæfð námskeið á sviði mannauðsstjórnunar. Það tekur 21 mánuð að ljúka náminu og skiptist námstíminn í fjögur misseri. Námið gefur 45 einingar og samanstendur af 14 námskeiðum auk loka- verkefnis. Hægt er að bæta við sig sérsniðnum viðbótarnám- skeiðum og rannsóknartengdu verkefni og ljúka 60 eininga M.Sc.-gráðu í mannauðsstjórnun (tekur 2 ár til viðbótar). Að af- loknu fyrsta námsári gefst nemendum tækifæri til að sækja námskeið við erlenda samstarfsskóla og verkefnavinnu í alþjóð- legum fyrirtækjum gegnum þátttöku í sumarnámi sem HR er aðili að. Að náminu koma sérfræðingar HR á sviði mannauðsstjórn- unar og viðskipta, sérfræðingar úr atvinnulifinu og kennarar á um þriðjungi námskeiða eru erlendir sérfræðingar frá skólum á borð við London School of Economics, University of Minnesota og Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfii. Kennsla fer að mestu leytí fram á íslensku en á sumum námskeiðum á ensku. Sér- hæfð námskeið á sviði mannauðsstjórnunar eru: Stefnumótun í starfsmannamálum, Þjálfun og starfsþróun, Vinnumarkaðs- fræði, Mönnun og ráðningar, Vinnuréttur, Frammistöðu- stjórnun og Laun og umbun. SH Viðskiptaháskólinn á Bifröst Staðarnám á Bifröst Viðskiptaháskólinn á Bifröst hefur ekki boðið MBA-nám fram til þessa en stefnt er að því að bjóða upp á slíkt nám frá og með haustinu 2003, að sögn Runólfs Ágústssonar skólameistara. „Sérstakur þróunarhópur er að taka til starfa en hann verður skipaður fulltrúum háskólans og atvinnulífsins," segir Runólfur. „Hann á að ákvarða um innihald námsins og fyrir- komulag. Ljóst er þó að væntanlega verður hér um að ræða 11 mánaða 45 eininga staðarnám á Bifröst í samstarfi við erlenda háskóla. Þetta fyrirkomulag er öðruvísi en hjá HÍ og HR sem báðir eru með hlutanám með vinnu. Fyrirkomulagið er hins vegar þekkt víða erlendis við suma af þekktustu við- skiptaháskólum heimsins og má sem dæmi nefna að margir íslendingar hafa lokið MBA-námi frá Edinborgarháskóla með þessum hætti.“ S9 Runólfur Ágústsson, skólameistari á Bifröst: „MBA-nám verður í boði á Bifröst frá og með haustinu 2003. “ 63

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.