Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2002, Side 88

Frjáls verslun - 01.04.2002, Side 88
SÉRBLAÐ UM FIIMIMLAIMD „Þrjú helstu vörumerkin okkar frá Finnlandi eiga það sammerkt að vera sérlega vandaðar og þekktar vörurf segir Guðmundur K. Björnsson framkvæmdastjóri. Hackman Hackman eldhúsvörur, pottar og pönnur og önnur áhöld til elda- mennsku, hafa lengi fengist hjá Ásbirni Olafssyni ehf. Þekktastir eru sennilega Polaris-pottarnir, sem í dag eru framleiddir undir merkjum Hackman. Hackman-pott- arnir eru hágæða stálpottar og eru þeir til í ýmsum verðflokkum, en allir eru þeir með 40 ára ábyrgð. Nýjasta línan frá Hackman er Tools, en undir því merki fást í dag pottar, pönnur, skálar, hnífapör og ýmiskonar eldhúsá- höld. Þessi vara hefur hlotið mikla athygli og ijölda hönnunarverðlauna. Fjöldi þekktra hönnuða og arkitekta hefur komið að hönnun á Hackman-vörunum. littala glervörur Finnskar glervörur eru í hæsta gæðaflokki og finnskir hönnuðir þekktir fýrir framsækna og klassíska hönnun. Það kemur því engum á óvart að eitt frægasta vörumerki heims í glervöru skuli vera frá Finnlandi en þaðan kemur Iittala sem síðustu 70 árin eða svo hefur borið höfuð og herðar yfir aðra glerfram- leiðendur. Fjölmargir heimsþekktir hönn- uðir hafa hannað fýrir Iittala og má nefna nöfn eins og Alvar Aalto sem hannaði vas- ann sem sennilega er þekktasti glervasi heims árið 1936, en sá er enn í framleiðslu óbreyttur og ekki að sjá að vinsældir hans Finnsk hönnun frábær Fyrirtækið sem framleiðir Nokia-stígvélin er í bænum Nokia, sem er skammt frá Helsinki, en Ásbjörn Ólafsson flytur þau inn. Sögu Nokia-stígvélanna má rekja aftur til ársins 1898, og enn í dag er hvert einasta stíg- vél handgert, sett saman úr 20 hlutum. I lok framleiðsluferlisins þarf hvert par að standast strangt gæðaeftirlit. Nokia-gúmmístígvélin eru sennilega þekktust hjá þeim sem þurfa starfs síns vegna að nota stígvél mikið, meðal annars vegna þess að þau eru fótlaga og sérstaklega endingargóð. Nokia- stígvélin henta börnum sérlega vel, þar sem þau eru létt, stöm og falla vel að fæti. Þess má einnig geta að Nokia er eini stígvélaframleiðandinn á Norðurlöndum og sá stærsti á ESB- svæðinu. Leaf lakkrískonfehl með meiru Ásbjörn ólafsson hefur alltaf flutt inn talsvert af sælgæti og eitt af þekktari merkjum fyrir- tækisins er Allsorts lakkrískonfekt en það er framleitt af finnsku fýrirtæki sem heitir Leaf og er mjög stór sælgætisfram- leiðandi þar í landi. „Við kaupum reyndar íleira frá þeim, eins og bland í poka og lakkrískrítar (skólakrítarnar) sem flestir þekkja,“ segir Guðmundur. séu neitt að dala. (Þess má einnig geta að Alvar Aalto teiknaði Norræna húsið á íslandi). Önnur gömul og alveg sígild hönnun er gler- lína eftir Aino Aalto sem teiknuð var árið 1932 sem þriðja kynslóð er að kaupa til heimilisins. Af yngri hönnuðum má nefna Konstantin Grcic, sem hannaði glasalínu sem passar ein- staklega vel inn á nýtísku heimili. „Við erum nú að endurmarkaðssetja Iittala á íslandi og höfum bætt við okkur vörulínum frá þvf sem áður var,“ segir Guðmundur. „Við höfum einnig bætt við söluaðilum og má t.d. nefna að Tékkkristall og Blómabúð Akureyrar eru nýir sölu- aðilar, en íyrir er Artform." Þess má til gamans geta að hið heimsfræga tímarit Wall- paper innréttaði á dögunum skrifstofubyggingu fyrir sig, og urðu einungis vörur frá Hackman / Tools og Iittala fýrir valinu. Gotf að Skipta við Finna Hvað varðar samskipti við Finnana segir Guðmundur sérlega þægilegt að eiga við þá viðskipti. Allt sem þeir segja standist og vörurnar sérlega vandaðar. „Mín upplifun er sú að Finnar hafi hlýtt og notalegt viðmót, eins og aðrar Norðurlandaþjóðir, og engin vandkvæði hafa komið upp í samskiptum okkar á milli,“ segir Guðmundur að lokum. 33 / / Asbjörn Olafsson ehf. hefur lengi flutt inn vörur frá Finnlandi, svo sem stígvél, bús- áhöld og sælgæti. 88

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.