Frjáls verslun - 01.04.2002, Blaðsíða 92
Lággjaldaflugfélagið Go, sem er íslendingum að góðu kunnugt, hefur
sameinast EasyJet sem er í eigu Grikkjans, Stelios Haji-loannou.
Grikkinn Stelios Haji-Ioannou, eigandi lággjaldaflugfé-
lagsins Easyjet, kaupir Go fyrir 400 milljónir punda af
fyrrum starfsmönnum Go. Grikkinn er ordinn óseðj-
andi og kominn á mikió flug. Hann hefur hrist hressi-
lega upp i markaöi lággjaldaflugfélaga.
Eftir Sigrúnu Davíðsdóttur í London
Hvernig fer ég að þvi að vinna mér inn fyrir tveimur flug-
miðum frá London til Dyflinnar? Með því að ganga í hálf-
tíma inn í miðbæ Lundúna og svo heim aftur í stað þess að
taka neðanjarðarlestina. Ef strákurinn minn gerir það sama þá
spörum við 7,60 pund. Með því að sleppa lestinni tvisvar og bæta
við 80 pensum erum við búin að vinna okkur inn 16 pund sem
duga okkur fyrir tveimur flugmiðum til Dyflinnar - báðar leiðir.
En þangað gengur maður ekki með góðu móti frá London.
Flugferðina get ég farið í dýrðlegu boði Ryanair, stærsta
lággjaldaflugfélags í Evrópu. Allt bendir núna til að það verði ekki
lengur stærsta lággjaldaflugfélagið. Flugfélagið Easyjet stefnir að
því að kaupa Go, sem er Islendingum að góðu kunnugt, og skjóta
Ryanair aftur fyrir sig. Lúslágt verðið á farseðlinum til Dyflinnar
kemur ekki til af góðu. Flugfélögin, sem keppa á flugleiðinni,
snartapa á ódýrustu miðunum. Þau hafa hins vegar bætt sér það
upp annars staðar þótt verðið á þeim leiðum þyki lágt miðað við
tilboð gömlu flugfélaganna.
Grikkinn Stelios Haji-loannou En það eru líka önnur og stærri
reikningsdæmi í þessum geira. Grikkinn Stelios Haji-Ioannou var
ekki nema 28 ára þegar hann krækti sér í flugvél árið 1995 og lét
hana fljúga frá Luton-flugvefli til Glasgow og Edinborgar. Luton
flugvöflurinn er fjórði flugvöflurinn við London á eftir Heathrow,
Gatwick og Stansted. Peningana fékk hann frá Jjölskyldu sinni -
sem safnaði þeim örugglega á annan hátt en að sleppa því að taka
neðanjarðarlestina í London. Með hjálp fjölskyldupeninganna
þurfti hann ekki að sannfæra banka um gróðavonina sem lægi í
því að fljúga með fólk á fastandi maga. Hvað um það, velgengni
Stelios Haji-Ioannou hefur verið mikil. Iikt og Richard Branson
hefur nýtt sér Virgin-nafnið í fleiri atvinnugreinum en fluginu þá
hefur Haji-Ioannou skotið rótum viðar, t.d. í Easy-netkaffihúsum
og Easy-bílaleigum. Fleira á eftir að fylgja.
British Airways Stofnaði Go Það var aðeins fyrir fimm árum, eða
árið 1997, sem British Airways stofnaði lággjaldaflugfélagið Go
með ofurfallegu lógói (sem nú hverfur fyrir hallærislega appel-
sínugula Easyjet lógóinu) og allt gekk vel. Einhverjir umluðu um
hvort British Airways væri ekki þar með að höggva í sundur
greinina á trénu sem það sjálft situr á. En bjargföst trú British
Airways var að lágfargjaldafélögin freistuðu aðeins þeirra sem
flygju vegna lága verðsins, efla sætu þeir heima. Rökin voru þau
að „bisnessmennirnir“ myndu eftir sem áður fúslega borga ofur-
verð fyrir mat á plastbökkum og enn meira fyrir kampavín í gler-
glösum.
„Bisnessmenn" með lággjaldaflugfélögum En margur heldur
mig sig. Undanfarin ár hafa æ fleiri bisnessmenn fúslega sest án
plastbakka og kampavíns við hliðina á almúganum hjá lággjalda-
flugfélögunum. Sparnaðinn geta þeir notað í heila kampavíns-
flösku á áfangastað, farmiða fyrir einhvern sem þá langaði að
taka með sér eða bara nýtt hann sem sparnað. Vaxandi hlutdeild
„bisnessmanna" hjá lággjaldaflugfélögunum hefur snarbreytt
aðstæðum gömlu flugfélaganna. Það eru því fleiri en Flugleiðir
sem hafa lagt niður eða ætla að leggja niður plastbakkamatinn.
Ef af hvetju seldi British Airways þá Go fyrir 11 mánuðum,
fyrst allt gekk svona vel? Menn greinir nokkuð á um það. Sumir
segja að forráðamenn þess hafi áttað sig á að BA var í raun að
keppa við sjálft sig. Aðrir segja að British Airways hafi þurft að
selja Go til að hafa eitthvað upp í 8 milljarða punda skuld sína.
Barbara Castani byggði G0 upp Það var Barbara Castani, stjórn-
unarráðgjafi um fertugt, sem byggði Go upp. Hana tók sárt að sjá
á eftir fyrirtækinu „sínu“ í hendur vandalausra, svo að hún og
nokkrir samstarfsmenn fengu tjárfestingafélagið 3i til að flár-
magna kaupin á Go fyrir 100 mifljónir punda. Sjálf á hún 4%, en 3i
á 67,5% hlut. Þess má geta að kampavínsfyrirtækið Gula ekkjan,
Veuve Cliquot, kaus Barböru þessa Castani nýlega sem við-
skiptakonu ársins í árlegri útnefningu sinni og þótti það ekki
umdeilt val.
Grikkinn og Castani komin í hár saman En hvernig skyldi for-
ráðamönnum British Airways liða núna, 11 mánuðum seinna,
þegar þeir sjá að verðið á Go hefur stokkið úr 100 mifljónum
punda í þær 400-500 milljónir punda sem Grikkinn Stelios Haji-
Ioannou reiðir fram ef aflt gengur upp? Þeir þegja þunnu hljóði,
92