Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2002, Page 18

Frjáls verslun - 01.09.2002, Page 18
HOFADYNUR Þab er hófadynur a hlutabréfamarkabi - ogþab svo um munar. Hver stórvibskiptin aföbrum eru ab baki á abeins örfáum vikum. Hófadynur Eignarhaldsfélagsins Hesteyrar er hvab / athyglisverbastur. Þetta litla, ópekkta félag hefur núna undirtökin í Keri, VIS og innan seilingar er Búnabarbankinn. Eftir Jón G. Hauksson Askömmum tíma hefur ríkið selt báða ríkisbankana að fullu og sjálfsagt finnst mörgum að þau tíðindi ættu að vera nægur biti að kyngja og duga til umræðna í nokkrar vikur og jafnvel mánuði. En það er öðru nær. Ef eitt- hvað er þá hefur sala ríkisbankanna fallið í skuggann á mörgum öðrum minni bitum á markaðnum. Málin eru mörg og listinn býsna magnaður en eitt allra athyglisverðasta Hér býr mikil flétta ab baki. Myndir: Geir Olafsson málið í viðskiptaheiminum núna er hvernig Þórólfur Gísla- son, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, hefur náð algjörum yfirtökum í S-hópnum og velt af valdastóli Ólafi Ólafssyni, forstjóra Samskipa, sem hafði alla tauma í hendi sér innan hópsins fyrir rúmu ári. Lykillinn að fléttu Þórólfs var í gegnum félagið Hesteyri. Hófagangur og Hesteyri! Það fer vel saman. 18

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.