Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2002, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.09.2002, Blaðsíða 27
MiiinminnrrTiii sigrúnar fæddust inn í ítalsk-bandaríska innflylj- endaheiminn á fyrri hluta síðustu aldar að þeir yrðu annaðhvort bófar eða lag- anna verðir. Giuliani er dæmi um þá sem kusu lagaleiðina. Reyndar ekki sem lögga, heldur sem lögfræðingur. En ekki til að setja upp stofu og fara að þjóna sér- hagsmunum, heldur varð hann aðstoðar- maður hjá þekktum dómara og endaði svo sem saksóknari í New York. Sem saksóknari varð hann býsna þekkt andlit, því hann gekk ötullega fi-am i að berja á stórglæpamönnum í borginni. Það kemur skemmtilega iram í bókinni hvað taugar hans til borgarinnar eru sterkar. Hann þekkir hvert götuhorn í borginni. Þegar það rann upp fyrir honum eitt sinn á útisamkomu að honum var heilsað til hægri og vinstri ákvað hann að kýla á borgarstjórasætið. Ekki lítill ásetningur fyrir repúblíkana, því demókratar hafa alla tíð nánast átt New York. Hann tapaði 1989 með minnsta mun, sem nokkru sinni hafði verið í borgarstjórnarkosningum. Muninn vann hann upp í kosningunum 1993 og náði glæsilegri endurkosningu 1997. Glæpatíðnin féll um 57% Sem borgar- sflóri sneri hann hnignunar- og sorgar- sögu borgarinnar við. Þegai' hann lét af embætti um síðustu áramót gat hann státað af glæsilegri tölfræði. Glæpatíðnin féll um 57%, morðtíðnin um 65% og and- rúmsloftið í borginni var gjörbreytt. Giuliani þakkar sér þetta ekki á neinn ósmekklegan hátt, heldur rekur hvaðan hugmyndin að nýjum tökum kom og hvernig þetta var hægt. Undirstaðan var stefna, sem nú er þekkt og víða rekin: 0 umburðarlyndi. Giuliani notar reyndar ekki þetta hugtak, en rekur hvernig tök hans byggja á að umbera ekki smá yfir- sjónir eins og veggjakrot og niðurnídd húsakynni, því slíkt dragi alltaf annan og verri dilk á efdr sér. Ein kennisetning hans (eins og fleiri stjórnenda) er að sýna strax árangur. Hver smásigur hafi góð áhrif, sem hafi sitt að segja fyrir andrúmsloftið. Um leið og hann varð borgarstjóri velti hann því fyrir sér hvað væri einna sjáanlegast af neikvæðum hliðum borgarinnar. Það voru náungar sem voru að verki víða við brýr og jarðgöng inn á Manhattan. Þeir kámuðu framrúður bíla og þvoðu af fyrir pening en annars ekki og voru heldur ógnandi. Þessir smáskúrkar voru teknir með A1 Capone bragðinu: Það þýddi ekki að í stjórnspeki Giulianis er að ráða gott fólk. Þegar hann ftr ííí úr borgar- stjórnarskrifstofunum tók hann með sér megnið af nán- ustu samstarfsmönnum sín- um yfir í Giuliani Partners. Ein kennisetning hans (eins og fleiri stjórnenda) er að sýna strax árangur. Hver smásigur hafi góð áhrif, sem hafi sitt að segja fyrir andrúmsloftið. Það krefst að þora að velja gott fólk. Undirstaðan var stefna, sem nú er þekkt og víða rekin: núll umburðarlyndi. Giuliani notar reyndar ekki þetta hugtak, en rekur hvernig tök hans byggja á að umbera ekki smá yfir- sjónir eins og veggjakrot og niðurnídd húsakynni, því slíkt dragi alltaf annan og verri dilk á eftir sér. Sumir forstjórar eru allir í því að kenna öðrum um ófarir fyrirtækja sinna. Giuliani veltir ekki sökinni á aðra. Á skrifborði Giulianis er skilti þar sem stendur einfaldlega: „Ég ber ábyrgðina“. banna þeim gluggaþvottinn en þeir voru miskunnarlaust sektaðir fyrir að hlaupa um á hraðbrautunum og þegar þeir voru teknir fyrir hraðbrautahlaupin var hægt að athuga fyrri afbrot og þá taka á þeim á stundinni. Ofögnuðinum var létt á nokkrum dögum - og hafði auðvitað skjót og góð áhrif. Þegar leið á sumarið 2001 var Giuliani farinn að undirbúa embættis- lok sín. Hann hafði hugsað sér að bjóða sig fram til öldungadeildar bandaríska þingsins og kljást þá við sjálfa Hillary Clinton, en þegar honum varð ljóst að hann var með blöðruhálskrabbamein hætti hann við. Margir höfðu haft á orði við hann að það væri ekki úr vegi að hann skrifaði eitthvað um stjórnspeki sína og reynslu og á því var hann byrjaður. Atburðirnir 11. september urðu frekari prófsteinn á stjórnunarhæfileikana, en eins og hann undirstrikar sjálfur þá mótuðu atburðirnir hann ekki sem leið- toga. Þvert á mótí var það reynslan, sem gerði honum kleift að takast á við þessar óhugnanlega einstæðu aðstæður. Á íslensku er til þetta ágæta orð „leið- togi“, sem er hliðstætt enska orðinu „leader" að því leyti að það getur átt við þann sem fer fremstur í flokki á hvaða sviði sem er. Því miður erum við ekki eins vel sett þegar kemur að því að þýða enska orðið „leadership". „Stjórnun" er auðvitað samheiti, en leiðtoginn leiðir og sýnir þá það sem er auðvitað ekki hægt að kalla leiðtogun, hvað þá leiðtognun... „Leið- sögn“ nær þessu heldur ekki - svo ein- hvern veginn vantar okkur þetta enska nafnorð um það sem leiðtogi gerir og sem Giuliani skrifar um. 11. september Eins og eðlilegt er mótar 11. september 2001 bókina. Þar sem vitað er hvað Giuliani stóð sig frá- bærlega vel og náði bæði að stýra borgarkerfinu í gegnum fyrstu dagana og vera í sambandi við borgarbúa þá er eðlilegt að það séu þessir atburðir sem hann fjallar mest um, þó að hann komi annars víða við. Miðað við hvað hann drepur á mörg málefni er athyglisvert að hann nefnir hvergi þá gífurlegu mengun, sem fylgdi því þegar World Trade Center hrundi og asbest og önnur eiturefni dreifðust yfir Manhattan í tonnatali. Hreinsunin eftir á er reyndar enn óútkljáð gagnrýnisefni og kannski þess vegna sem hann sneiðir hjá því. Fyrsti hluti bókarinnar eru tæpar 30 síður, þar sem Giuliani rekur hvernig hann frétti um árásina á turnana, hvað 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.