Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2002, Qupperneq 28

Frjáls verslun - 01.09.2002, Qupperneq 28
LUNDÚNAPISTILL SIGRÚNflR DAVÍÐSDÓTTUR hann hugsaði og hvernig hann brást við. i Þrátt fyrir allan fréttaflutninginn þá og lengi síðan þá er þessi frásögn fersk og áhugaverð. Hún lýsir annars vegar fufl- kominni undrun og skelfingu en líka að þó engan hafi órað fyrir þvi sem gerðist þá hafði borgarstjórinn og samstarfs- menn hans spáð í viðbrögð við fræðilegri, meiriháttar ógnum. Svo eru líka áhuga- verðir molar, eins og að árásin var gerð daginn áður en lykilsamstarfsmaður Osama Bin Ladens kom fyrir rétt í Banda- ríkjunum. Annar hluti nær yfir tæpar 300 bls. og skiptist í ljórtán kafla um einstök atriði stjórnunar, sem skipta máli að mati Giufi- 1 anis. Þar er íjallað um mikilvægi þess að taka hlutina í réttri röð, að undirbúa vel, að allir séu afltaf ábyrgir, mikilvægi þess að ráða frábært fólk, hugsa og ákveða síðan, lofa sem minnstu og gera sem mest, þróa og miðla sterkri trú, að vera sjálfum sér trúr, sýna hollustu, sýna samstöðu og samúð, standa uppi í hárinu á buflum, kynna sér hlut- ina vel á sinn eigin hátt, skipuleggja eftir til- gangi og múta aðeins þeim sem vilja láta múta sér. Það síðasta þarihast nánari skýringar fyrrum saksóknara, en snýst enn og aftur um hoflustu. I öllum þessum köflum fléttar hann saman ábendingar og sögur til að skýra nánar hvað hann eigi við. Persónulegar athugasemdir hans eru oft bæði skemmtilegar og áhugaverðar því þær veita innsýn í líf pólitísks leiðtoga, sem undirstrikar að hann reki borgina eins og fyrirtæki. Bókin endar svo á frekari frá- sögn um septemberatburðina og viðskilnað hans við borgina, þegar hann gengur einn með fylgikonu sinni um Ground Zero. „EtJ ber ábyryðina" Sumir forstjórar eru aflir í því að kenna öðrum um ófarir fyrirtækja sinna, kenna jafnvel um öfund og illvilja annarra. Giuliani veltir ekki sökinni á aðra. Stjórnendur hafa oft einhver spakmæli í sjónmáli. A skrifborði Giufianis er skilti þar sem stendur einfaldlega: „Eg ber ábyrgðina". Meira er ekki um það að segja. Eftir að hafa horft á hvert stórfyrirtækið, sem leitt er af stór- frægum forstjórum sem hafa náð stórtækum árangri fyrir stór- felld laun, er áhugavert að sjá hvað mörg þeirra eiga í miklum erfiðleikum þegar kemur að því að skipta um stjórnendur. Ein af gullvægu reglum Giulianis er að velja sér frábært fólk til að starfa með. Og svo auðvitað að úthluta verkefnum en gína ekki yfir öllu sjálfur. Það krefst sjálfstrausts að þora að velja gott fólk. Það er kannski einn mikilvægasti mælikvarðinn á stjórnanda hvort hann þori að velja með sér gott fólk eða hvort hann verði að velja sér hálfdrættinga til að hlaða undir sjálfan sig. Frægar konur, sem lenda í baráttu við bijóstakrabba eða legkrabba, eru oft álitnar gera kynsystrum sínum mikinn greiða með því að skýra opinskátt frá sjúkdómnum. Giuliani er einn fárra karlmanna sem hafa gert það sama. I bókinni rekur hann á bæði nákvæman en um leið óhátfðlegan hátt hvernig blöðru- hálskrabbinn snertir líf hans, hvað hann hugsaði og hvað hann gerði. Eg er ekki í vafa um að þetta er hin hollasta lesning fyrir marga karlmenn í sömu sporum. Búk um stjórnun - ekki ævisaga Þeir sem grípa bók Giulianis til að lesa hans eigin útgáfu af skrautlegri hjónaskilnaðarsögu grípa í tómt. Þetta er bók um stjórnun, ekki ævisaga. Eins og aflir vita er ástin byggð á öðrum forsendum en úthugsaðri sljórn og jafrivel hinn þrautskipulagði Giuliani var ekki sterkur á því svelli. Lesendum til uppritjunar kom það upp í lok borgarstjóraferilsins að hann átti vingott við konu að nafrii Judith Nathan. Eiginkonan neitaði að flytja úr borgarstjórabústaðnum, svo borgarsljórinn flutti í íbúð vinar síns. Það er alltaf erfitt að draga mörkin hvað eigi að segja og hvað ekki. Af því hann rýfur forskrift sína um að segja ekki neitt og nefnir brottflutninginn stöku sinnum og segir frá því hvernig Judith vann við hflð hans eftir 11. september og hjálpaði honum bæði þá og í krabbameinshremmingum þá er kannski ögn kaldlynt að hann skuli aldrei nefna eiginkonuna. Þau eiga þó altént saman tvö börn, sem Giuflani nefnir af gleði og einhvern veginn þurfa fyrrum hjónin að eiga samband áfram vegna þeirra. Af því bókin er byggð upp í kringum helstu kennisetningar Giuflanis um stjórnun er hún ögn brotakennd og það er svolítið um endurtekningar. Það breytir því þó ekki að bókin er áhuga- verð og þægileg aflestrar. Undir lokin hugsaði ég sem svo að það færi ekki mikið fyrir kvenfólki í kringum borgarstjórann ef frá er skilin eiginkonan ónefnda, vinkonan Judith, ritari hans og örfáar aðrar konur. Annars er hann að mestu á sveimi í algjörum karla- heimi. Þó hann velti sér ekki upp úr tilfinningahliðinni þá kemur hann óneitanlega oft inn á tilfinningarík mál, enda af nógu að taka í sambandi við þá hörmungaratburði, sem hann uppfifði. Þessar hliðar fer hann faflega með og það kemur skýrt fram að þó hann sé harður í horn að taka og ákveðinn þá er hann tjarri þvi að vera kaldlyndur. Það var til þess tekið hvað hann var óþreytandi að fara í jarðarfarir eftir september-árásina. En það var ekkert nýtt: Sem borgarstjóri fór hann alltaf í jarðarfarir hjá borgarstarfs- mönnum, sem létust við skyldustörf, en hann var líka duglegur að veita þeim viðurkenningar í lifanda lifi. Þessar hlýju og mann- eskjulegu hflðar Giulianis hafa visast ekki átt sístan þátt í að hann virðist vera farsæll stjórnandi, sem hefur sínu að miðla. HH Gullvægar reglur Giur.an.s Að ráða frábært fólk. Aðforgangsraða og taka hlutina í réttri röð. Að undirbúa allt vel. 4. Að allir séu alltaf ábvrgir. 5. Að hugsa og ákveða síðan. B. Að lofa sem minnstu og gera sem mest. 7. Að þróa og miðla sterkn tru. 8. Að vera sjálfum sér trúr. 9. Að sýna hollustu. 10. Að sýna samstöðu og samúð. 11. Að standa uppi í hárinu á bullum 12. Að kynna sér hlutina vel á sinn eigin hátt. 13. Að skipuleggja eftir tilgangi og múta aðeins þeim semvilja lata Hann gleymir ekki skoplegu hlið- unum eins og þegar hann og vinur hans, sem lika var að takast á við sama sjúk- dóm, sitja báðir í svitakófi, sökum auka- verkunar lyijanna. Og svo er það auð- vitað sérstakt að vera hundeltur af fjöl- miðlum við þessar aðstæður. Áhugi fjöl- miðla var ótæpilegur. Giufiani var jafn- vel spurður hvort það væri ekki hægt að sjónvarpa þvi þegar hann færi í endaþarmsspeglun! Og ein sjónvarps- stöðin vildi sjónvarpa skurðaðgerð, sem hann fór í. Hann hélt nú ekki, en sem hann er að líða út af á skurðstof- unni vegna svæfingar sér hann sjón- varpsskjá. Eitt augnabfik heldur hann að hann hafi verið svikinn og nú verði öllu sjónvarpað, en rétt sem hann er að missa meðvitund rifjast það upp fyrir honum, honum til óendanlegs léttis, að skjáinn á að nota við aðgerðina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.