Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2002, Page 35

Frjáls verslun - 01.09.2002, Page 35
L f GESTAPENNI: IVIflRGEIR PETURSSON Hlutabréf flestra fyrirtækja eru nú mun ódýrari en fyrir tveimur árum. Þeir sem ekki hafa misst kjarkinn munu líklega hagnast ágætlega til lengdar með kaupum á hlutabréfum í traustum og arðbærum fyrirtækjum. ríkjum. Þeir sem ekki hafa misst kjarkinn munu liklega hagnast ágætlega til lengdar með kaupum á hlutabréfum í traustum og arðbærum fyrirtækjum. Margir fagfjárfestar miða árangur sinn við bandarísku S&P 500 vísitöluna sem mælir gengi 500 verð- mætustu fyrirtækja Bandaríkjanna. Hún hefur fallið um 40% frá toppi á meðan gamli góði Dow Jones, sem aðeins telur 30 traust stórfyrirtæki úr mismunandi atvinnugreinum, hefur „aðeins“ fallið um 26%. NASDAQ vísitala áhættusamra tæknifyrirtækja hefur hrapað um 75%. I töflunni eru bornar saman ýmsar stærð- ir yfir fyrirtækin 30 í Dow Jones vísitölunni nú og þegar allt lék enn í lyndi fyrii' rúmum tveimur árum. Hvað segja kennitölur markaðarins ? Það sést að fyrírtækin eru flest miklu ódýrari nú en fyrir tveimur árum. Heildarverðmæti þeirra er nú 2.698 milljarðar dala, en var 3.768 fyrir tveimur árum. Samt hafa samanlagðar tekjur þeirra vaxið úr 1.504 millj- örðum í 1.625. Hagnaðurinn hefur hins vegar dalað vegna daprara efnahagsástands, fór úr 156 milljörðum niður í 132 millj- arða. Meðaltal V/H hlutfallsins svonefnda er enn þá hátt í sögu- legu samhengi, eða 22, en var 27 fyrir tveimur árum. Það hafa margir velt því fyrir sér efdr hvaða hlutfalli sé best að velja hlutabréf. Fjárfestirinn og tölfræðingurinn James P. O’Shaughnessy tók saman gifurlegan flölda talna trá tímabilinu 1951-1996 og gaf út í mjög áhugaverðri bók, „What works on Wall Street“ (McGraw Hill, 1998). Þar leiðir hann rök að þvi að lágt hlutfall hlutabréfaverðs af heildartekjum fyrirtækis (V/S hlutfallið) sé besta einstaka vísbendingin um að hlutabréf sé á góðu verði og muni hækka. Alhæfingum á borð við þessa ber auðvitað að taka með miklum fyrirvara, en samt gott að vita af slikum niðurstöðum. Þetta hlutfall hefur lækkað verulega á síð- ustu tveimur árum fyrir meðaltal Dow Jones iðnaðarvisitölunn- ar. Nú er markaðsverð fyrirtækis (V) að meðaltali tvöföld velta þess (S). Fyrir 2 árum var þetta hlutfall 2,9. Talnaglöggir menn sjá að vel rekin og traust bandarísk stórfyrirtæki þurfa ekki að bæta hagnað sinn mjög mikið sem hlutfall af veltu til að auka verðmæti sitt verulega. SI] Dow Jones vísitala bandarískra iðnfyrirtækja, sem hóf göngu sína árið 1896, féll síðast þrjú ár í röð á árum kreppunnar miklu, 1930-32. 30 traust stórfyrirtæki í Douu Jones uisitöfunni HAUSTIÐ 2002 HAUSTIÐ 2000 í milljörðum Bandaríkjadala í milljörðum Bandaríkjadala Fyrirtæki starfsgrein Markaðsu. Tekjur Hagnaður U/H U/S Markaðsv. Tekjur Hagnaður U/H U/S Alcoa Inc. Álfyrirtæki 19,8 21,087 0,464 42,7 0,9 23,9 18,500 1,604 15,9 1,3 American Express Fjármálafyrirtæki 44,9 23,155 2,578 17,4 1,9 77,2 22,700 2,757 29,7 3,4 AT&T Corp. Símafélag Uanglína) 59,3 55,845 3,461 14,5 0,9 102,4 64,600 6,564 14,1 1,6 Boeing Co. Flugvélaframleiðandi 25,1 59,729 1,896 13,2 0,4 54,7 53,200 2,289 25,1 1,0 Caterpillar Inc. Vinnuvélaframleiðandi 14,3 19,881 0,654 21,9 0,7 11,9 20,000 1,035 11,9 0,6 Citigroup Inc. Banki 178,9 - 16,296 11,0 - 240,7 - 12,344 21,6 - Coca Cola Co. Gosdrykkir 118,8 22,204 4,166 28,5 5,4 144,7 20,100 3,591 89,9 7,2 DuPont Co. Efnafyrirtæki 41,2 23,527 4,937 8,3 1,8 46,5 29,700 2,981 6,3 1,6 Eastman Kodak Co. Ljósmyndafilmur 9,7 13,140 0,213 45,6 0,7 12,1 14,200 1,571 8,3 0,9 Exxon Mobil Corp. Olíufélag 239,5 188,217 10,406 22,7 1,3 311,6 199,000 14,981 27,4 1,6 General Electric Co. Rafmagnsvörur ofl. 299,3 131,375 15,819 17,0 2,1 588,7 123,000 12,368 51,7 4,8 General Motors Corp. Bifreiðar 29,1 187,188 1,793 11,2 0,1 33,4 176,300 5,302 7,0 0,2 Hevulett Packard Co. Tölvur, prentarar 42,3 71,778 -0,793 -53,4 0,6 86,2 46,800 3,577 25,6 1,8 Home Depot Byggingavörur smásala 99,7 55,734 3,510 19,8 1,3 118,3 42,800 2,892 45,6 2,8 Honeywell Intl. Inc. ýmis framleiðsla 19,1 23,050 1,360 14,1 0,8 29,2 22,300 2,393 17,6 1,3 Intel Corp. Raftæki (hálfleiðarar) 100,8 27,238 2,533 39,8 3,7 268,1 31,800 11,409 29,8 8,4 IBM Tölvur. Upplýsingatækni 125,8 78,124 5,590 22,5 1,6 204,2 86,200 7,735 29,3 2,4 International Paper Co. Pappír, trjávörur 18,4 25,156 -0,569 -32,3 0,7 14,4 25,700 1,252 16,8 0,6 J.P. Morgan Chase & Co. Banki 39,7 - 1,635 24,3 - 56,1 - 5,292 10,3 - Johnson & Johnson Heilsuvörur 178,0 34,623 6,218 28,6 5,1 128,3 28,300 4,717 28,9 4,5 Mc Donald’s Corp. Veitingastaðir 24,2 16,108 1,645 14,7 1,5 39,5 13,700 1,985 20,6 2,9 Merck & Co. Lyf 114,0 49,122 6,998 16,3 2,3 175,0 35,500 6,481 28,5 4,9 Microsoft Corp. Hugbúnaður 279,2 28,187 8,981 30,8 9,8 297,6 23,000 9,101 32,7 12,9 3M Ýmis framleiðsla 50,2 16,047 1,665 30,2 3,1 36,4 16,300 1,876 20,0 2,2 Philip Morris Cos. Tóbaksframleiðandi 91,1 100,072 9,195 9,9 0,9 67,8 67,200 8,169 8,8 1,0 Procter & Gamble Neytendavörur 117,4 36,701 4,017 29,2 3,2 96,6 40,000 4,182 29,9 2,4 SBC Communications Símafélag 89,9 59,172 6,783 13,3 1,5 180,7 51,200 7,789 28,1 3,5 United Technologies Corp. Ýmis framl. 28,9 26,299 1,912 15,1 1,1 33,7 26,000 1,636 36,5 1,3 Walt Disney Co. Afþreying 34,9 24,787 1,123 31,1 1,4 84,8 24,900 1,731 81,4 3,4 Wal-Mart Stores Inc. Smásala 248,1 229,750 7,298 34,0 1,1 203,2 181,300 6,555 33,0 1,1 Samtals Meðaltal Samtals Meðaltal 2.898 1.625 132 22,4 2,0 3.768 1.504 156 27,7 2,9 35

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.