Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2002, Page 41

Frjáls verslun - 01.09.2002, Page 41
Gísli Jón Hermannsson, forstjóri Ögurvíkur í Reykjavík. Ögurvík erfjölskyldufyrirtœki sem stendur vel. Ólíklegt þykir að það fyrirtœki hverfi inn í einhverja blokkina. nm slíka sameiningu, Rakel er á besta aldri og tvö af flórum börnum starfa við fyrirtækið. Fyrirtæki Utan blokka Þegar fyrirtæki utan blokka eru skoðuð koma upp ýmis nöfn, t.d. Útgerðarfélagið Tjaldur í Reykjavík sem þykir áhugavert með sín 1,52 prósent af kvótanum. Þar er ungur maður, Guðmundur Kristjánsson, við stjórn- völinn sem ekki er víst að hafi mikinn áhuga á samkrulli. Ögurvík í Reykjavík, sem hefur 1,68% kvótans, stendur vel ijárhagslega og þar á bæ hafa menn ekki leitað eftir sameiningu eða samstarfi við önnur fyrirtæki heldur þvert á móti stefnt að því að halda sjálfstæði. Þó má kannski benda á að Ögurvik og Tjaldur standa betur að vígi saman en sundruð hvað svo sem þróunin svo leiðir í ljós. Hjá Ögurvík eru við sfyrið Gísli Jón Hermannsson framkvæmdastjóri, bróðir Sverr- is Hermannssonar alþingismanns, og sonur hans, Hjörtur Gíslason. Gísli Jón er sjötugur þannig að búast má við að fari að líða að kynslóðaskiptum. Svipað gildir um Stálskip í Hafnarfirði. Hjónin i Stálskipum, Guðrún Lárusdóttir og Agúst G. Sigurðsson, eru um sjötugt og því má búast við að á næstu árum komi að kynslóðaskiptum. Talin er að þau séu opin fyrir viðræðum en ekkert sérstaklega áhugasöm enda hafa dætur þeirra, tengdasynir og dótturdóttir starfað með þeim í fyrirtækinu. Annað félag sem stendur utan blokka er Sjólaskip í Hafnarfirði. Þar kemur þó varla til sameiningar því að það félag er nánast eingöngu með útgerð í Máritaníu. Vísir í S-hÓpnum Á suðvesturhorni landsins er Þorbjörn-Fiskanes, sem áður er nefnt, geysisterkt fyrirtæki sem hugsanlega gæti haft áhuga á sameiningu. í Grindavík er líka útgerðarfélagið Vísir sem er sterkt fyrirtæki með mikla möguleika. Vísir er Jjölskyldufyrirtæki sem nýlega opnaði dyrnar fyrir aðra hluthafa. Fjölskylda Péturs Pálssonar framkvæmdastjóra á 83,6 prósent, S-hóp- urinn á samtals 13,85 prósent og TM 2,48%. Vísir á 45 prósent í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur, 95 prósent í Búlandstindi á Djúpavogi og 51 prósent í Fiskvinnsl- unni Fjölni á Þingeyri. Fjölskyldan í Vísi er samhent í rekstrinum undir stjórn Péturs H. Pálssonar, sem jafnframt situr í stjórn og stýrir Fiskiðjusamlagi Húsa- víkur. Talið er líklegt að Vísir komi til með að taka þátt í einhverju stærra og þá á vegum S-hópsins. Á Suðurnesjum er annað áhugavert fyrirtæki, Nesfiskur, sem verður spennandi að fylgjast með á næstunni, og svo er það Festi, sem gerði út Guðrúnu Gísladóttur. Festi er í eigu Kers og er spurning hvað verður um það fyrirtæki, hvort það verði sameinað Vinnslustöðinni eða komist hugs- anlega inn í eitthvert samkrull með Skinney-Þinganesi á Hornafirði. Skinney- FRÉTTASKÝRING SJÁVflRÚTVEGURINN Blokkirnar Eimskip ÚA HB Skagstrendingur Eimskip á hlut í Hraðf. Gunnuör, Þorbirni Fiskanesi og Hraðfrystihúsi Esikfjarðar. Samherji Hjalteyri Síldaruinnslan Hraðfrystistöð Þórshafnar SR Mjöl Bergur-Huginn S-hópurinn Fiskiðjan Skagfirðingur Skinney-Þinganes lfísir Festi Uinnslustöðin Grandi Faxamjöl Hraðfr. Gunnuör ísfélagið í Uestmannaeyjum Þormóður rammi-Sæberg Þormóður rammi-Sæberg Þorbjörn-Fiskanes ísfélagið Aðrir Hraðfrystihúsið Gunnuör Guðmundur Runólfsson Hraðfr. Eskifjarðar Sigurður Ágústsson Stálskip Tjaldur Öguruík Þórsnes Sjólaskip og fjöldi annarra útgerða í landinu Byggt á eignatengslum á milli fyrirtækjanna. 41

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.