Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2002, Page 47

Frjáls verslun - 01.09.2002, Page 47
STJÓRNUN STflRFSMflTSVIÐTÖL Símon hafði velt því mikið íyrir sér hvernig mætti endurskipuleggja deildina. í starfsmatsviðtalinu bjnjaði ívan strax að gagnrýna og lýsa því iyrir Símoni hvað hann mætti laga í sínu fari. „Nóg pláss íyrir úrbætur," segir hann. Ivan gefur Símoni mínus B fýrir afköst en neitar svo að útskýra útreikninginn eða rökstyðja einkunnagjöfina. Þegar Símon kveðst ekki samþykkja þetta túlkar Ivan það strax sem svo að Simon geti ekki tekið gagnrýni og smám saman þróast samtal þeirra þannig að Símon segist ekki hafa áhuga á stöðuhækkun og þeir byija að þrefa. Starfsmatsviðtalið varð hvorki fugl né fiskur. Þegar Símon gerði tilraun til að kynna hugmyndir sínar um endurskipulagningu á deildinni lokaði Ivan eyrunum, gekk um gólf, fór að blístra og sýndi mjög greinilega að hann vildi ekki hlusta. „Það eina, sem hægt er að ræða um við sjúkling, er það sem hægt er að lækna eða bæta. Það er eins hjá okkur. Þú ræðir ekki persónu starfsmannsins. Þú ræðir árangur, frammistöðu, staðreyndir. Þú hlustar, þú heldur ekki íyrirlestur. Þú ræðir niðurstöður. Ef eitthvað hefur náð að batna skaltu ræða það,“ segir læknirinn við Símon. Lærdómurinn: Ekki gagnrýna persónu starfsmannsins heldur verk hans. Hlustaðu og fáðu starfsmanninn til að koma með tillögur til úrbóta. Blindinginn Símon hafði unnið í almannatengslum hjá Parker og Gibbs og var kallaður þar í starfsmatsviðtal. „Yfirmaðurinn var allt í lagi, hún hlustaði,“ segir hann. „En hún hafði einn slæman galla.“ Wynona vildi nefnilega ekki horfast í augu við hlutina og sagði aldrei neitt. Þetta kom berlega fram í viðtali hennar við Símon. Símon hafði skrifað gagnrýna grein um mengunarvandamál innan atvinnugreinarinnar og birt á vefsíðu fyrirtækisins. Þar talaði hann um „nauðgun umhverfisins" og þótti taka full sterkt til orða. Wynona taldi óheppilegt að nafn fyrirtækisins tengdist greininni og Wynona og Símon flækjast út í umræður um verndun umhverfisins fyrir komandi kynslóðir. Wynona vill nefna greinina í skýrslu til yfirstjórnarinnar en Símon er óhress með það og telur sig vera beittan ritskoðun. Þau komast að þeirri niðurstöðu að greinin verði ekki nefnd í skýrsl- unni. „Þau hefðu átt að boða mig í agaviðtal á þeim tíma,“ segir hann og telur að Wynona sé „blindingi" því að hún hafi ekki viljað „horfast í augu við neitt. Lokaði augunum, blessunin! Bauð upp á að á sig væri ráðist. Eg vissi að ég tefldi á tæp- asta vað. Þau hefðu átt að sækja mig daginn eftir að ég sendi bréfið út,“ segir hann. Lærdómurinn: Aríðandi er að horfast í augu við hlutina og taka strax á þeim. Ávinningur með starfsmatsviðtali Sést hvar viðkomandi er staddur og hvert hann þarf að komast. Ráð fyrir starfsmatsviðtal Ræddu málin reglulega. Vertu sýnilegur á skrifstofunni þannig að starfsmenn hafi aðgang að þér. Gerðu þér far um að hlusta eftir vísbend- ingum og sýna áhuga, fá starfsmennina til að koma með tillögur að úrbótum. Undirbúðu þig fyrir viðtalið, kynntu þér bak- grunninn, lestu minnispunkta og ræddu við fyrri yfirmenn viðkomandi starfsmanns. Gefðu starfsmanninum færi á að undirbúa sig. Gagnrýndu staðreyndir, verk og hegðun - það sem hægt er að breyta. Ekki persónu- leika eða eðli fólks. Ræddu málin opinskátt. Ræddu árangur, frammistöðu, staðreyndir og niðurstöður. Líka jákvæðu hlutina í starfi viðkomandi. Starfsmatsviðtalið varð hvorki fugl né fiskur. Þegar Símon gerði tilraun til að kynna hugmyndir sínar um endurskipu- lagningu á deildinni lokaði ívan eyrunum, gekk um gólf, horfði út um gluggann, fór að blístra og sýndi mjög greinilega að hann vildi ekki hlusta. Símon hafði gagnrýnt atvinnugreinina á vefsíðu fyrirtækisins og talað um „nauðgun umhverfisins". Wynona tekur þetta upp í starfsmatsviðtali í stað þess að boða Símon í agaviðtal. Símon telur að hún hafi ekki viljað horfast í augu við hlutina. Myndir: Video Arts. Dreifingaraðili: Video og tölvulausn ehf.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.