Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2002, Síða 48

Frjáls verslun - 01.09.2002, Síða 48
Biskup rétttrúnaðarkirkjunnar í Búlgaríu blessaði hina nýju verksmiðju Pharmaco í Búlgaríu í næstum tuttugu mínútur. Blessunarorð hans voru tónuð á pann hátt að eftir situr einhver eftirminnilegasta vígsla á verksmiðju sem menn hafa orðið vitni að! Eftir Jón G. Hauksson Myndir: Geir Ólafsson Fas biskupsins var rólegt og ásjónan yfirveguð. Og hann lét í sjálfu sér ekki mikið yfir sér fyrir framan prúðbúna gesti Pharmaco í Búlgaríu þar sem hann gerði sig klár- an fyrir athöfnina. Þetta var hins vegar lognið á undan storm- inum. Blessunarorð hans yfir nýrri lyijaverksmiðju Pharmaco voru flutt á þann hátt að eftir situr einhver eftirminnilegasta vígsla á verksmiðju sem flestir viðstaddra höfðu orðið vitni að. Hann baðaði út höndum, tónaði og gusaði af gnægtar- borði sínu - sem samanstóð af brauði, vígðu vatni, víni og blómvendi - yfir gesti, verksmiðju, myndavélar ljósmyndara og allt sem fyrir varð. Erkibiskupsins boðskapur var góður og brauðið ekki síðra. Það fór hálfpartinn um viðstadda þeg- ar biskupinn var sem ákafastur, slíkur var hamurinn. Þarna voru forseti Islands, Olafur Ragnar Grímsson, og forseti Búlgaríu, Georgy Parvanov, auk um 180 boðsgesta Pharmaco frá Islandi sem og fjölda búlgarskra gesta og starfsmanna. Það kom í hlut forsetanna tveggja að klippa á borðann og opna verksmiðjuna formlega, en hún tekur til starfa eftir áramótin. Lyfjaverksmiðjan sem biskup blessaði af svo miklum til- finningahita heitir hinu skemmtilega nafni Tafla 3 og mun - eins og nafnið bendir til - fyrst og fremst framleiða töflur og hylki. Þetta er ný verksmiðja Balkanpharma í Búlgaríu, dótt- urfélags Pharmaco, í borginni Dupnitza, og fyrsta töfluverk- smiðjan þar í landi sem byggð er fyrir GMP gæðastaðla Evr- ópusambandsins. Hún kostaði 15 milljónir dollara, um 1,4 milljarða króna, og var reist á einu ári. Breska fyrirtækið The Austin Company hafði yfirumsjón með hönnun og fram- kvæmd verksins. Framleiðslugeta hennar verður um 3 millj- arðar taflna á ári sem er um þrefalt meira en hjá verksmiðju Delta í Hafnarfirði, en hún er fullkomnasta verksmiðja Pharmaco-samstæðunnar. Austin Company hafði reyndar yfir- umsjón með hönnun og framkvæmd þeirrar verksmiðju líka. 48
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.