Frjáls verslun - 01.09.2002, Síða 52
?4lþ0tufrá Atlanta. Merki PhaZaœTdta^oTZk Út ÍBoeinS
velma. eíla °S Palkanpharma voru máluð á
Það er sama hversu fín verksmiðjan er, séu starfsmenn ekki
aldir uþp við öguð vinnubrögð og vinni þeir ekki eftirgæða-
stöðlum þá fæst engin vottun.
Þetta er nýja verksmiðja Balkanpharma í
Búlgaríu. Hún er í borginni Duþnitza og fyrsta
töfluverksmiðjan þar í landi sem byggð er fyrir
GMP-gœðastaðla Evrópusambandsins. Hún
kostaði 15 milljónir dollara, um 1,4 milljarða
króna, og var reist á einu ári.
15 stærstu hluthafar Pharmaco
(4. nóv. 2002)
1. Amber International Ltd. (Björgólfsfeðgar).. 25,2%
2. Búnaðarbanki International........................ 8,3%
3. Fjárfestingarfél. Brúskur (Werner R.)............. 4,4%
4. Ólöf Vigdís Baldvinsdóttir........................ 3,2%
5. Pharmaco hf....................................... 3,2%
6. Búnaðarbanki íslands hf. ......................... 3,0%
7. Kaupthing Luxemborg............................... 2,7%
8. Lífeyrissjóðir Bankastræti 7...................... 2,6%
9. Fjárfestingarfél. Straumur........................ 1,9%
10. Jón Halldórsson.................................. 1,8%
11. Iifeyrissjóðurinn Framsýn........................ 1,6%
12. Fjárfestingarsj. Búnaðarbanka.................... 1,5%
13. Lífeyrissjóður sjómanna.......................... 1,4%
14. Lífeyrissjóður verslunarmanna.................... 1,3%
15. Sindri Sindrason................................. 1,3%
Samtals:........................................ 63,4%
Pharmaco árið 2002
Velta 25 milljarðar.
Eiginfjárhlutfall 51%
Fjöldi starfsmanna 5.400 manns.
Markaðsvirði í Kauphöll íslands 42 milljarðar.
Framleiðslugeta 13,6 milljarðar taflna.
(þar af 10 milljarðar í Búlgaríu)
Stærstu markaðir Búlgaría, Þýskaland og Rússland.
Áætluð EBITDA árið 2002 6,3 milljarðar.
Veðjað á RÚSSland Pharmaco-menn reikna dæmið svona út:
Efnahagsumbætur og vaxandi kaupmáttur fólks í Austur-
Evrópu og Rússlandi á næstu árum þýða bara eitt; margfaldan
vöxt í sölu á lyfjum. Þeir líta svo á að í þessum löndum sé núna
hægt að ná sér í bætta stöðu á markaðnum og að það verði ekki
aðeins erfiðara eftir nokkur ár heldur miklu kostnaðarsamara.
Markaðshlutdeild Pharmaco í Rússlandi er núna í kringum 1%.
Stóru lyflaiýrirtækin hafa haldið sig til hlés frá Rússlandi eftir að
hafa brennt sig svolítið á þeim markaði árið 1998. Pharmaco-
menn líta hins vegar svo á að nú sé lag í Rússlandi áður en
lyjjarisarnir fara aftur á kreik til Rússlands. Ávinningurinn af
samruna Pharmaco og Delta kemur hér glögglega í ljós og
skýrir þá hugsun sem lá að baki samruna íyrirtækjanna í sumar.
Pharmaco getur núna rennt lyfjum Delta beint inn í sölukerfi
Balkanpharma í Austur-Evrópu, Ukraínu og Rússlandi sem
hjálpar þeim mjög við að ná bættri stöðu á markaðnum. Mark-
aðir Deltu hafa til þessa fyrst og fremst verið í Vestur- og Mið-
Evrópu. Þýskaland er sterkasti markaður Deltu. Þá getur
Pharmaco nýtt sér sölukerfi Deltunnar í Vestur- og Mið-Evrópu
fyrir Balkanpharma, og Deltan getur ekki síst nýtt sér fram-
leiðslukerfi Balkanpharma, en verksmiðja Deltu í Hafnaríirði er
núna fullnýtt.
Lág laun og mikið atvinnuleysi Laun í Búlgaríu eru talsvert
lægri en á Vesturlöndum. Aukin framleiðsla þar þýðir þvi að
Pharmaco lækkar framleiðslukostnað sinn á hverja einingu.
Með þvi að samræma þróun lyfja og stýra framleiðslunni á milli
landa og leggja t.d. meiri áherslu á Búlgaríu í keðjunni vegna
lægri launakostnaðar er hægt að ná fram talsverðum sparnaði
án þess að slakað sé á kröfum. Um 17% atvinnuleysi er í Búlgaríu
og verðlag í landinu lágt. Það að hafa atvinnu er alls ekki gefið! í
ljósi þessa má glögglega sjá hve nýja verksmiðjan í Dupnitza og
fyrirhuguð GMP-gæðavottun á starfseminni þar hefur mikið að
segja fyrir Pharmaco til að framleiða þar lyf á lægra verði en
52