Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2002, Page 58

Frjáls verslun - 01.09.2002, Page 58
Stóri Jitli" bankinn Búnaðarbankinn hefur tvöfaldast að stærð á tæpum þremur árum. Umsvifbankans á fyrir- tækjamarkaði hafa aukist verulega og hefur bankinn nýlega skilað mjöggóðum afkomutölum. Elín Sigfúsdóttir er aðstoðarframkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Búnaðarbankans Efdr Vigdísi Stefánsdóttur Myndir: Geir Ólafcson Elín Sigfúsdóttir er aðstoðarframkvæmdastjóri fyrir- tækjasviðs Búnaðarbankans og situr einnig í bankaráði bankans. Það hefur vakið talsverða athygli í viðskiptalifinu hvað Búnaðarbankinn hefur komið að mörgum sameiningum og eigendaskiptum íslenskra fyrirtækja það sem af er þessu ári. Verðbréfasvið bankans - fyrirtækjaráðgjöf - annast sölur og samruna fyrirtækja en Jjármögnunin er á sviði fyrirtækjasviðs sem annast ennfremur útlán til fyrirtækja en þau eru nú stærsti hlutur útlána bankans. „Þessi deild, fyrirtækjasviðið, er ekki gömul," segir Elín. „Hún varð til formlega fyrir um íjórum árum og innan hennar eru starfsmenn sem koma víða að úr bankanum. Við höfum til viðbótar ráðið öfluga starfsmenn sem hafa víðtæka reynslu og þekkingu úr öllum greinum atvinnulífsins og þannig hefur náðst einstök blanda starfsmanna til þess að þjóna okkar við- skiptavinum eins og best verður á kosið.“ Elín segir að Búnaðarbankinn hafi lengi vel ekki verið sá banki sem kom fyrst upp í hugann þegar hugsað var um framsækna þjónustu við viðskiptalífið vegna sameininga, samruna og eigendaskipta heldur hafi fólk litið frekar á hann sem einstaklingsbanka. „Hann hefur verið þekktur sem einstaklingsbanki og er það auðvitað áfram. En núna held ég að hann sé hvoru tveggja í hugum fólks. Fyrir vikið kynni einhver að orða það svo að hann væri stóri „litli“ bankinn“,“ segir hún. Tvöfaldast á þremur árum Við höfum náð góðum árangri í fyrirtækjaþjónustu og vegur það þyngst í mikilli stækkun bankans en hann hefur tvöfaldast að stærð frá árslokum 1999. 58

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.