Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2002, Side 80

Frjáls verslun - 01.09.2002, Side 80
10 ár á Islandi Aárinu 2001 áttí MaxMara 50 ára afmæli en þetta stóra fyrirtæki er fjölskyldu- fyrirtæki enn í eigu stolnanda þess og barna hans. MaxMara var stolnað árið 1951 af Achille Maramotti, sonarsyni Marinu Rinaldi, sem var klæðskeri á 19. öld í Reggio Emilia á Italiu. Italía stóð frammi fyrir sínu mesta efnahagslega framfaraskeiði á 20. öld- inni, svo segja má að Maramottí hafi verið með fyrirtæki sitt á réttum stað á réttum tíma. MaxMara hefur átt mikilli velgengni að fagna og eru fyrirtæki fjölskyldunnar orðin mörg, öll í kvenfatatískunni, og kallast samsteypa þeirra MaxMara Fashion Group. Systkinin þrjú, börn stofnandans, sjá nú um daglegan rekstur fyrirtækjanna. Luigi Mara- motti er yfirstjórnandi MaxMara og hinna fyrirtækjanna, Igenazio Maramottí og Maria Ludovica Maramottí hafa hvort sitt fyrirtæki til stjórnunar. A vegum fyrirtækjanna eru nú 1.240 verslanir um allan heim og 3.600 starfsmenn. Innan MaxMara Fashion Group eru mörg fyrirtæki. MaxMara er móðurfyrirtækið og það elsta. Helstu önnur fyrirtækin eru: Marina Rinaldi (sérhæfir sig í tískufatnaði í stærri stærðum), Max & Co. (sérhæfir sig í klassískum fatnaði fyrir ungar konur), Marella og Pennyblack. Inn- an fyrirtækjanna rúmast fatnaður á konur við öll tækifæri en nú eru framleiddar 29 vörulinur af fyrirtækjasamsteypunni, fatn- aður, skór, fylgihlutir, gleraugu og nú síðast ilmvötn og sokkabuxur. Fjölmargir frægir fatahönnuðir hafa starfað með MaxMara í gegnum árin og starfa enn. Má nefna Emmanuelle Kahn, Karl Lagerfeld, Moschino, Luciano Soprani, Guy Paulin, Narcisco Rodriquez og Dolce & Cabbana. Það hefur hins vegar alla tíð verið stefna fyrirtækisins að framleiða fatnaðinn undir sínu eigin vörumerki. Samstarf MaxMara við hönnuðina hefur verið byggt á því að báðir aðilar hafi hag af. Eða eins og Luigi Maramottí segir: „Við fáum hönnuði tíl að vinna fyrir okkur því sköpunargáfa þeirra nýtist okkur vel. Við lærum af hönnuðunum og þeir læra af okkur og allir græða.“ Frá upphafi hefur það verið höfuðá- hersla MaxMara að fatnaðurinn sé sígildur, hafi mikið notagildi og að gæðin séu mikil. Stefnt er að því að konur geti notað flíkurnar ár eftír ár, látið þær passa inn i það sem þær eiga fyrir og það sem bætist við síðar. Þar sem flíkurnar eru vandaðar að allri gerð og úr fyrsta flokks efnum, hefur það tekist mæta vel. ÁSt á listaverkum í tilefni 50 ára afmælis MaxMara var gefin út bók. I henni er fjöldi greina og viðtala við forráðamenn fyrir- tækisins sem birst hafa út um allan heim. Bókin gefur góða mynd af framgangi fyrir- tækisins og lífsviðhorfi og háttum flölskyld- unnar. Maramottí fjölskyldan býr í gömlum kastala í Reggio Emilia á Ítalíu. Kastalinn er reyndar frá ýmsum tímum því elstí hlutinn er frá 10. öld og sá nýjasti frá þeirri 18. Innan hans er að finna gríðarlega stórt listasafn, en myndlist er ein af ástríðum Luigi Maramottí og reyndar tjölskyldunnar allrar. ,Á viðskiptaferðum mínum stelst ég stundum í burtu - reyndar við hvert tækifæri sem gefst - og skoða listasöfn, þó það sé ekki nema í 20-30 minútur, það er mér nauð- syn,“ segir framkvæmdastjórinn, Luigi Maramottí, sem elskar fallega hluti. „Ég lit á það sem nauðsyn að taka lífinu rólega og njóta augnabliksins því það gefur manni færi á að skynja dýptína í því sem fram fer í kringum mann.“ SH Uerslunin MaxMara, Hverfisgötu 6, hefur verið starfrækt á Islandi í 10 ár. Eigendur eru tveir, Kristbjörg Dlafsdóttir og Þóra Emilía Ármannsdóttir. Uerslunin er með allar fatalínur sem tilheyra MaxMara fyrirtækinu, þ.e. MaxMara, MaxMara Basic, „S“ MaxMara, Sportmax, Ulfeekend, Pianoforte, skó og fylgihluti frá MaxMara. Frá Marina Rinaldi, sem er fatnaður í stærðunum frá 40 til 52, er uerslunin með MR- Dayuuear, MR-Uoyage, MR-Basic, MR-Sport, MR-Eligante, skó og fylgihluti. Nú fást einnig ilmuötnin frá MaxMara, Sportmax og Marina Rinaldi í uersluninni.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.