Frjáls verslun - 01.09.2002, Síða 82
MIM
Þorbjörg Daníelsdóttir, eigandi verslunarinnar Man við Skólavörðu-
stíg. „Það búa allar konur yfir fegurð á einn eða annan veg. Okkar
markmið er að draga fram þessa fegurð með fatnaði sem hœfir
konunni og tilefninu. “
Vandaður prjónafatnaður og falleg hönnun á
kjólum, drögtum, buxum ogpilsum. Kven-
fataverslunin Man flytur inn prjú merki frá
/
Italíu og er fatnaðurinn hver öðrum glæsilegri.
Eftir Vigdísi Stefánsdóttur Myndir: Geir Olafsson
Það búa allar konur yfir fegurð á einn eða annan veg,“ segir
Þorbjörg Daníelsdóttir, eigandi verslunarinnar Man við
Skólavörðustíg. „Okkar markmið er að draga fram þessa
fegurð með fatnaði sem hæfir konunni og tilefninu.“
„Eg ætlaði mér strax í upphafi að vera með vandaðan
pijónafatnað sem mér þótti vanta hér á landi,“ segir Þorbjörg.
„Við erum með þrjú ítölsk merki og eitt þeirra, Franco Ziche,
er gamalt ijölskyldufyrirtæki sem við höfum verslað við frá
byrjun. Þetta er umfangsmikið og stórt fyrirtæki og þekkt um
alla Evrópu fyrir vandaðar vörur. I prjónavörurnar þeirra er
mest notuð Merino lambsull sem er kölluð „Cashwool" til skil-
greiningar, því það er mýksta og fíngerðasta ullin á kindinni.
Þetta er kannski sambærilegt þelinu okkar en það er aðeins á
Islandi sem ullin er frá náttúrunnar hendi lagskipt. Hönnunin
er afskaplega vönduð frá þeim og gerist ekki betri.
ítölsk fegurð í kvenfatnaði.
Uandaður kuenfatnaður í Man
Annað merki sem við höfum verið með frá upphafi er Luigi di
Koko, en þaðan fáum við meira kjóla, dragtir, buxur og pils, en
þessar vörur ganga mjög vel með peysunum frá Franco Ziche.
Þriðja ítalska merkið sem Man býður er ekki mjög gamalt á
markaði en hefur hlotið skjóta frægð. Það heitir Dismero og
leggur áherslu á sportlegan fatnað, svo sem gallabuxur, flauels-
fatnað, skyrtur og boli.
Verslunin Man byijaði á Hverfisgötunni en flutti fyrir
þremur árum á Skólavörðustíginn þar sem húsnæðið er mun
stærra og skemmtilegra, og segir Þorbjörg að endurbætur á
götunni hafi einnig gjörbreytt aðstæðum og Skólavörðustígur-
inn sé nú að verða ein fallegasta verslunargata borgarinnar. BD
Verslunin Man er þekkt fyrir óvenju
vandaðan kvenfatnað, en stór hluti af
vörum verslunarinnar er frá Italíu.