Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2002, Page 86

Frjáls verslun - 01.09.2002, Page 86
Leonard er með mörg þekkt merki í úrum og skartgripum og Sævar segist vera ánægður með að geta boðið sambærilegt eða lægra verð á flestum vörum sínum miðað við það sem gerist í öðrum löndum. „Við reynum að kaupa sem mest beint inn og sleppum þannig við kostnað vegna milliliða,“ segir Sævar. Hjónin Sævar Jónsson og Helga Daníelsdóttir, eigendur Leonard. Mynd: Geir Ólafsson Fegurð og gæði Verslunina Leonard kaupir kaupir talsvert inn af ítölskum vörum, bæði skartgripum og fylgihlutum og segist Sævar Jóns- son, eigandi verslunarinnar, sífellt færast meira í þá áttina. .Astæðan fyrir því að ég fór að flytja inn ítalskar vörur er kannski fyrst og fremst sú að ég áttaði mig á því að á sýningum voru það alltaf ákveðnir básar sem ég stoppaði við og þeir voru yfirleitt ítalskir. Hönn- unin heillaði mig og það var auð- sjáanlegt að hún stóð öðrum framar. Italir eru yfirleitt langt á undan öðrum í tískunni og má ef til vill segja að þeir leiði hana, þó svo aðrir komi gjarnan einu til tveim árum seinna með sína útgáfu. Þetta á að vísu helst við um skartgripi og úr, því tískan í fatnaði er mun fyrr á ferðinni og sneggri til. Við getum nefnt sem dæmi demantskrossa sem nú eru að vísu ekki eins vinsælir og í fyrra, en þeir voru komnir á Italíu löngu á undan öðrum stöðum, þó svo krossar hafi alltaf verið vinsælir.“ úr og Skartgrípír Leonard er með mörg þekkt merki í úrum og skartgripum og Sævar segist vera ánægður með að geta boðið sambærilegt eða lægra verð á flestum vörum sínum miðað við það sem gerist í öðrum löndum. „Við reynum að kaupa sem mest beint inn og sleppum þannig við kostnað vegna milliliða," segir Sævar. „Að sjálfsögðu látum við svo við- skiptavini okkar njóta árangursins." I viðbót við skartgripi og úr býður Leonard upp á ýmsa fylgi- hlutí, m.a. hanska. „Við erum nýlega farnir að versla við fyrir- tæki sem framleiðir fyrir tískuhúsin. Þetta eru gríðarlega vand- aðir hanskar en ég hef gaman af því að koma til þessa fyrirtækis því það er frekar lítíð og eigandinn vélritar enn alla reikninga! Hann sér enga ástæðu til að breyta þeim háttum sínum þó komið sé langt fram á tölvuöld. Saumaskapurinn er hins vegar frábær og þessir hanskar bera þess merki að vönduð vinnu- brögð eru í hávegum höfð. ítalir sérstakir Sævar segist fara oft tíl Italíu, að minnsta kostí 3-4 sinnum á ári. „Eg fer í verslunarferðir og á sýningar en mér finnst líka gott að koma tíl Ítalíu í frí,“ segir hann. „Ég er farinn að þekkja Mílanó nokkuð vel þó ég hafi lítið verið á Suður- Italíu. Það sem mér finnst einna best við Ítalíu er maturinn og mér finnst mikið gaman að fara út að borða á Ítalíu. En ekki á hefðbundna túristastaði heldur finn ég mér góða matsölustaði eftir leiðbeiningum íbúanna sjálfra. Uppáhaldsstaðurinn minn er í lítílli þröngri götu sem erfitt er að finna, enda borða þar nær eingöngu heimamenn og allt kvöldið er verið að hlaða í mann mat. Italir eru mjög sérstakir og ég hef ánægju af því að umgangast þá. Þeir geta reyndar verið bæði skemmtilegir og leiðinlegir og eru frægir fyrir að svara bæði seint og illa en stóru fyrirtækin sem hafa myndast síðustu áratugina hafa gert það verkum að fólk kemst ekki eins upp með þessa þjóðar- íþrótt Itala. Mér finnst líka afskaplega gaman að fara á skíði til Italíu og geri það yfirleitt á hverju ári.“ Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi á Ítalíu því landið hefur upp á svo ljölmargt að bjóða, í útívist, mat og víni, hönnun, náttúrufegurð og ekki síst smekkvísi heimamannna. 33 „Þegar minnst er á ítalska hönnun kemur ósjálfrátt upp í hugann orö eins og fegurð og gæbi,“ segir Sævar Jónsson, sem rekur verslunina Leonard. Hann kaupir talsvert inn afítölskum vörum, hæöi skartgripum og fylgihlutum, og segist sífellt færast meira i pá áttina. Eftír Vigdísi Stefánsdóttur 86

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.