Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2002, Page 89

Frjáls verslun - 01.09.2002, Page 89
Antinori fjölskyldan hóf vínframleiðslu árið 1384 og alls hafa 26 ættliðir stjórnað fyrirtækinu. Piero Antinori markgreifi segir að hefðin og tæknin skipti ekki höfuðmáli fyrir fjölskylduna heldur miklu frekar ástríðan og ástin á vín- ekrunum, víngerðinni og vínunum sjálfum. irnar eru ótrúlega margar. Afburðagóðir vínframleiðendur á Ítalíu eru jú ekki margir en þeim fer fiölgandi. Vegna hinnar ijölskrúðugu flóru ítalskra vína eru ítölsk vín svo sannarlega spennandi. í engu vínframleiðslulandi heimsins er hægt að „uppgötva“ eins mörg vín og á Italíu. I mörgum héruðum Ítalíu eru notaðar heimaræktaðar vínþrúgur af óþekktum uppruna sem hvergi er annars staðar að fmna í heiminum. Skipulögð vínrækt hefur verið stunduð lengur á Italíu en í nokkru öðru landi heimsins, eða í 4.000 ár. Eitt af einkennum ítalskra vína er léttleiki þeirra, þó til séu öflug og kraftmikil vín eins og Barolo og Barbareslo. Itölsku vínin eru því einkar þægileg og góð með mat. Víngúrúinn Hugh Johnson hefur sagt að ef vel á að vera þá þurfi maður helst að drekka einfaldari ítölsk rauðvín eða borðvín á Italíu, gjarnan í hérað- inu þar sem það er framleitt, og ugglaust er sannleikskorn í þessum orðum Hugh Johnsons. Italskur matur er gífurlega vinsæll um þessar mundir og gætir ítalskra áhrifa í matargerð einnig í íslenskum veitingahúsum. En fæstir eiga þess kost að fara ótt og títt til Italíu, þess vegna verðum við einfaldlega að fara í Rikið og kaupa okkur flösku af ítölsku víni. Urvalið af ítölskum vínum í Ríkinu mætti þó alveg vera meira. Piero Antinori markgreifi Piero Antinori markgreifi kom hingað til lands í sumar sem leið á vegum Íslensk-ítalska verslunarráðsins. Enginn hefur haft eins mikil áhrif á þróun ítalskrar vínframleiðslu seinustu ár og hann. Fjölskyldan hóf vínframleiðslu árið 1384 og alls hafa 26 ættliðir stjórnað fyrir- tækinu. Þrátt fyrir langa sögu Antinori ijölskyldunnar segir greifinn að að hefðin skipti ekki miklu máli fyrir ijölskylduna og ekki tæknin heldur. Það sem fyrst og fremst skiptir máli er ástríðan og ástin á vínekrunum, víngerðinni og vínunum sjálfum. Nauðsynlegt er að sofira ekki á verðinum og það hefur aldrei verið eins nauðsynlegt og núna. Það má segja að það hafi orðið bylting í ítalskri vínframleiðslu á undanförnum 25 árum miðað við seinustu 300 árin þar á undan. Italir voru magnfram- leiðendur á víni enda var vin matvæli. Fyrir 20 árum síðan drakk hver Itali um 115 lítra af víni á ári og vínið var helsti orku- gjafi bænda og verkafólks. Stór hluti þjóðarinnar býr nú í borgum og bæjum og vinnur ekki erfiðisvinnu. Eins og annars staðar í Evrópu eru Italir farnir að snæða dýrari og betri mat, vín- neyslan hefur því dregist verulega saman. Italskir vínframleið- endur urðu því að draga saman seglin og í staðinn fyrir að fram- leiða magn urðu þeir að auka gæði framleiðslunnar, í stuttu máli framleiða minna magn en betra vín og þar af leiðandi dýrara. Breyta varð blöndun víns og tækninni, fara að nota nýjar þrúgu- tegundir. Antinori markgreifi segir að líkja megi ítalska vininu við mat. ítalskur matur er einfaldur en bragðgóður og hollur. ítalskir vínframleiðendur eru á vissan hátt farnir að starfa á svip- aðan hátt og tískuhönnuðirnir. Vínið á að vera persónulegt en þó halda fyrri einkennum, en einnig verður það að falla vel að kröfum samtímans. Þessi þróun undanfarinna 25 ára hefur svo sannarlega skilað árangri og 30% ítalsks víns er nú gæðavín. ítalskir vínframleiðendur hafa hafið framleiðslu víða um heim, nefna mætti Argentínu, Chile og Bandaríkin í þvi sambandi. Bland í poha Því miður er margt af því ítalska vini, sem er í Ríkinu, hálfgert rusl. Vissulega er margt vín ágætt og sumt alveg ljómandi. Vínáhugafólk verður því að fylgjast vel með og þá einkum með víni sem er á sérlista eða í reynslusölu. Almennt má segja að ítalskt rauðvín sé áhugaverðara en það hvíta. Nú er þó að koma á markaðinn ferskt og ávaxtamikið hvítvín frá Italiu. Þá henta nokkrar ítalskar rauðvínstegundir afar vel með villi- bráð. í því sambandi mætti nefna vín frá Pietmont eins og Barolo og Barbaresco og Veneto vínið sem pressað er úr þurrk- uðum þrúgum, t.d. Masi Amarone og Bolla Amarone. S3 Sigmar B. Hauksson mæiir með eftirtöldum víntegundum frá Ítalíu: Hvítvín: Masi modello Della Venezie á 1.180 krónur Mezzacorona Trentino Pino Grigio á 1.310 krónur Castello Banfi San Angelo Pinot Grigio á 1.780 krónur Rauðvín: Masi Modello Delle Venezie á 1.180 krónur Mezzacorona Trentino Pinot Nero á 1.310 krónur Bersano Barolo Nirvasco á 2.990 krónur Fontanafredda Barbaresco á 2.230 krónur Gaja Sito Moresco á 2.480 krónur Bamfo Centini á 1.480 krónur Castello Banfi Sumus á 4.370 krónur Antiwori Chianti Classico Tenutte Marche á 2.410 krónur Isole e Olena Chianti Classico á 1.850 krónur Bolla Valpolicella La Poiane á 1.580 krónur Masi Amarone á 2.650 krónur A Mano Primitivo á 1.090 krónur Paneta Santa Cecilla á 2.520 krónur 89

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.