Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2002, Page 90

Frjáls verslun - 01.09.2002, Page 90
Það er óneitanlega þægilegt fyrir fólk að þanta bara í rólegheitum heima hjá sér og hafa möguleika á að sækja vöruna annaðhvort í verslunina í Leijsstöð eða í vélinni þegar þangað er komið. „Það er bæði hægt að panta í gegnum síma og svo á vefsíðunni okkar www.sagaboutique.is allt eftir því sem hentar hverjum og einum.“ Saga Boutique Saga Boutique er bœði í Leifsstöð og um borð í vélum Flugleiða. Saga Boutique er tollfrjáls. Og takið eftir að hægt er að panta fyrirfram úr bæklingi Saga Boutique og fá vöruna afgreidda í Leijsstöð eða í vélinni þegar pangað erkomið. Eftir Vigdísi Stefánsdóttur Myndir: Geir Ólafcson. Saga Boutique er sú deild innan Flugleiða sem sér um sölu um borð í flugvélum og rekstur verslunarinnar Saga Boutique í Leifsstöð. Vöruúrvalið á þessum tveim stöðum er ekki hið sama, þannig er áhersla lögð á fatnað og skó í versl- uninni en þar sem plássið er takmarkað í flugvélunum eru þar smærri hlutir eins og snyrtivörur, belti, silki, skartgripir o.fl. Þekktir hönnuðir „Mörg af þekktustu tískuhúsum heims láta framleiða vörur sínar á Italíu þó svo merkið sé þeirra,“ segir Ragnhildur Gunnarsdóttir, forstöðumaður Saga Boutique. „Við getum nefnt sem dæmi skyrtur og leðurvörur frá Boss, silki- klútar frá Donnu Karan og Burberry og fatnað frá Cerrutti sem bæði er úr ítölskum efnum og saumaður þar. Af öðrum vel þekktum merkjum, sem Saga Boutique býður, má nefna Mantero Seta, sem framleiða silkislæður og háls- bindi fyrir öll stærstu helstu tískuhúsin. Við kaupum leður- vörur frá I Santi og einnig verslum við við Janacke sem sér- hæfir sig í gerð bursta og spegla. Ragnhildur segir stóran hluta skartgripa verslunarinnar vera af ítölskum uppruna svo og ýmsa fylgihluti. „Það er einfaldlega þannig að það sem Italir framleiða er mjög fallegt og smekklegt, enda eru þeir þekktir fyrir að skila ekki frá sér vöru nema hún sé vel unnin og ítölsk hönnun er með afbrigðum falleg.“ Hæflt að panta fyrírfram Ragnhildur segir það fara vaxandi að farþegar hafi vara á sér og pantí fyrirfram úr bæklingi Saga Boutique. „Það er óneitanlega þægilegt fyrir fólk að panta bara í rólegheitum heima hjá sér og hafa möguleika á að sækja vöruna annaðhvort í verslunina í Leifsstöð eða í vélinni þegar þangað er komið,“ segir Ragnhildur. „Með því tryggja farþegar einnig að nákvæmlega sú vara sem óskað er eftír sé til, því við höfum takmarkað magn af hverri vöru um borð. Það er bæði hægt að panta í gegnum síma og svo á vefsíðunni okkar www.saga- boutique.is allt eftir því sem hentar hvetjum og einum.“ Upplýsingar á Netinu Á vefsíðu verslunarinnar er mikið af upplýsingum sem koma ferðalangi vel. Þar er hægt að umreikna gjaldmiðla, leita eftir sérstökum vörumerkjum, skoða sértilboðin og svo auðvitað panta. Þetta er til mikilla þæginda fyrir farþega. „Þeir sem panta svona selja kortanúmer sín til tryggingar en greiða vöruna ekki fyrr en þeir sækja hana,“ segir Ragnhildur. Breyttir tímar Ragnhildur hefur góða reynslu af því að versla við Itali. Hún segir þá vinsamlega og elskulega og þó svo áður fyrr hafi borið við að seint hafi verið afgreitt, þá sé það fyrir bí. Allt standi eins og stafur á bók sem sagt sé og öll samskipti til fyrirmyndar, hvort sem um er að ræða lítil eða stór fyrirtæki. „Eg fer oft til Italíu og á orðið marga góða kunningja og vini þar. Mér finnst alveg frábært að ferðast um þar og mæli með því við hvern og einn sem hefur möguleika á því. Enda er landið afskaplega flölbreytt og fallegt. Frábært að heimsækja það.“B!i 90

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.