Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2002, Qupperneq 95

Frjáls verslun - 01.09.2002, Qupperneq 95
FYRIRTÆKIN Á NETINU Forsíða Job.is. Vefurinn greinist í fernt; atvinnutorg, náms- torg, framatorg og réttindatorg. Á framatorginu má finna kynningu á ýmsum fyrir- tœkjum. Fjölsóttur atvinnuvefur Meirihluti þeirra sem eru í atvinnuleit, eða velyfir 90 prósent, hafa skráð sig á atvinnutorgið hjá Job.is. Þar eru um 10púsund einstaklingar sem vilja hafa augun opin fyrir„draumastarfinu“. Skráningar eftir mismunandi störfum voru nefnilega tæplega 61.600 talsins í lok mánaðarins, par afmá gera ráð fyrir að margir hafi skráð sig nokkrum sinnum. Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Einn stærsti auglýsingamiðill landsins fyrir fyrirtæki og ráðningastofur er tvímælalaust Job.is sem hefur verið starfræktur í nokkur ár. Meirihluti þeirra sem eru í atvinnuleit á Islandi í dag, eða yfir 90 prósent, hafa skráð sig á atvinnutorgið hjá Job.is, eða um 10 þúsund einstaklingar í leit að störfum, sem eru tæplega 67.000 skráningar. Þá eru um 3.800 einstaklingar atvinnulausir á íslandi um þessar mundir og má búast við að stærsti hluti þeirra hafi farið inn á Job.is í atvinnuleit.Vefurinn hefur verið í sókn á þessu ári eins og sjá má á tölunum. Fyrir breytingar í byijun ársins voru skráning- arnar aðeins 24.000 talsins. Þær hafa því heldur betur tekið kipp auk þess sem vefurinn mælist sem einn ijölsóttasti vefur landsins með 5.000 heimsóknum á viku. I hveijum mánuði auglýsa um 50-60 fyrirtæki á vefnum. „Greinilegt er að breytingarnar hafa náð tilgangi sínum. Við höfum náð markmiði okkar með vefnum. Fólk getur nú séð allar upplýsingar um störf og atvinnu á einum stað með ein- földum og þægilegum hætti,“ segir Kolbeinn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Job.is. í fjórum hlutum Job.is er atvinnutorg í ijórum hlutum. Á atvinnutorginu er hægt að leita að lausum störfum eða skrá sig í Umbann sem sjálfvirkt sendir tölvupóst í hvert skipti sem áhugavert starf er auglýst. Á framatorginu er að finna ýmsar grundvallar upplýsingar um fyrirtæki, starfsmannastefnu þeirra og framtíðarsýn. Á réttindatorginu er hægt að fá upplýs- ingar um það hvernig á að sækja um starf, hvaða stéttarfélög eru fyrir hendi og hvaða laun eru í boði. Á námstorginu er svo að finna fræðslu um námskeið, endurmenntun og ráðstefnur. Á þessu torgi er einnig boðið upp á að senda sjálfvirkan tölvu- póst ef eitthvað áhugavert er auglýst. Skilaði hagnaði Þegar fyrirtæki vill ráða starfsmann hefur það um nokkrar leiðir að velja. Ein leið er sú að semja við ráðningastofu um að auglýsa eftir og finna starfsmann. Gera má ráð fyrir að kostnaður við slíka ráðningu geti numið allt frá 60 þúsundum króna upp í eina milljón eftir því hvert starfið er. Önnur leið er sú að skrá atvinnuauglýsingu á Job.is og greiða 9.800 krónur fyrir birtingu í eina viku. En þó að kostnaður við birtinguna sé ekki hár hefur vefurinn gengið ágætlega. Kolbeinn segir að veltan hafi verið um 15-18 millj- ónir króna á ári og fyrstu þrjú árin hafi vefurinn skilað hagnaði. Staðan er hinsvegar erfiðari í ár. „Árið í ár hefur verið erfiðasta árið hingað til en ég hugsa að það sleppi. Við horfum björtum augum til framtíðar því að eftirspurnin á eftir að aukast á næstunni," segir hann. Það var Guðjón Guðmundsson, einn aðaleigandi Liðsauka, sem stofnaði Job.is fyrir nokkrum árum. IMG óskaði eftir sam- starfi við vefinn svo að nú er hann kominn undir einn hatt með Mannafli, Liðsauka og er 1 samstarfi við PWC og Mannval. Eig- endur Job.is eru Guðjón, IMG og Kolbeinn Pálsson fram- kvæmdasþóri sem jafnframt er eini starfsmaður vefsins. VIÐSKIPTI ■ TÖLVUR ■ FERÐALÖG ■ VÍN - WWW.HEIMUR.IS 95
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.