Frjáls verslun - 01.10.2002, Page 19
Steyþustöðin fylgdist vel med þróuninni á steyþu-
markaði og var fljót að innleiða ýmsar nýjungar.
Steyþustöðin var frá uþþhafi til húsa þar sem nú er
Malarhöfði í Reykjavík. Þegar malarnámið þar þraut
leigðifyrirtækið og keyþti svo malarnámu á Kjalarnesi.
iðnaði, t.d. meðal verktaka þar sem stærstu
verktakarnir eru tveir, ístak og Islenskir aðal-
verktakar. Bræðurnir segja að sameining
steypustöðva hafi komið öðru hverju til um-
ræðu en ekkert orðið úr því. Samkeppnin er
hörð og meiri harka en áður er í öllum við-
skiptum á íslandi. Veltan á steypumarkaði á
landinu öllu er í dag um 2 milljarðar króna á
ári og getur sveiflast frá 1,5 milljörðum upp í
2,5 milljarða króna eftir því hvernig staðan í
efnahagslífinu er. Þessar gríðarlegu sveiflur
gera reksturinn oft erfiðan. „Markaðurinn á
Reykjavíkursvæðinu hefur sveiflast mikið frá
ári til árs en er stöðugur til lengri tíma litið.
Vöxtur höfuðborgarsvæðisins hefur verið
mjög jafn yfir árin. í Reykjavík og nágrenni
þarf að byggja um 1.000 íbúðir á ári ásamt
tilheyrandi mannvirkjum og hefur sá vöxtur
verið stöðugur í nokkra áratugi. En sveiflan í
rekstrinum hefur verið gífurleg milli ára og
steypumarkaðurinn hefur farið úr 150 þúsund
rúmmetrum upp í 250 þúsund rúmmetra á
ári,“ segir Sveinn.
- Hvernig reka menn fyrirtæld sitt í svona mikl-
um sveiflum?
„Skulda ekki of mikið og fara varlega í Jjárfest-
ingar,“ svarar hann.
Gjörbreyttar aðstæður Talsverðar breytingar
hafa orðið í starfsemi Steypustöðvarinnar og þá
fýrst og fremst tæknilegar, í bílum, efni og tækj-
um. Steypubifreiðar geta enst mjög lengi. Þeim
má aka 500-600 þúsund kílómetra en í flestum
tilfellum eru þær lítið keyrðar og geta enst í 15-
20 ár. Bifreiðarnar sjálfar hafa þó tekið miklum
stakkaskiptum. Þær eru stærri og sparneytnari
og eru farnar að úreldast af tæknilegum
ástæðum, ekki vegna þess að þeim hafi verið
ekið svo mikið. Steypudælurnar hafa einnig
Steyþustöðin byggð.
Frá fyrstu árum Steyþustöðvar-
innar.
Svona leit Steyþustöðin
út fyrir nokkrum ára-
tugum.
Myndir: Úr einkaeigu.
19