Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2002, Qupperneq 35

Frjáls verslun - 01.10.2002, Qupperneq 35
NÆRMYND ÞÓRÓLFUR GÍSLASON KflUPFÉLAGSSTJÓRI leiðir, myndar sér sjálfur skoðanir á mönnum og málefnum og metur mikils heiðarleika og hreinskiptni en þolir illa að menn fari á bak við hann. Stjórnandi Þórólfur varð athafnamaður ungur, hafði mikinn áhuga á öllum framkvæmdum og framförum og líf hans og starf hefur snúist um það að ná árangri og sækja fram á við. Hann hefur sérstakan áhuga á útgerð enda gerði hann sér snemma grein fyrir því að auðinn sækja Islendingar í hafið. Hann er hæfileikaríkur og metnaðarfullur og vill vinna fyrirtæki sínu og héraði gagn en skeytir minna um sinn persónulega hag. Hann er óragur og fylgir sínum hugmyndum stíft eftir. Hann er frjór í hugsun og á auðvelt með að greina hismið frá kjarnanum, þykir góður rekstrarmaður og kann á alla þræði, hvort sem það fyrirtækið, stjórnkerfið eða fjármálaheimurinn. Hann hefur náð gríðarlega góðum árangri með KS og dótturfyrirtæki þess og hefur reyndar byggt stórveldi í Skagafirði. Þegar hann tók við KS á sínum tíma byijaði hann á því að styrkja útgerð fyrirtækis- ins og hefur það reynst happadrjúg stefna. Þórólfur hefur haft lag á að velja með sér fólk og hefur verið óhræddur við að ráða menn sem eru betri en hann sjálfur. Hann er vinsæll meðal samstarfsmanna sinna, þykir treysta fólki vel og vera hvetjandi og þægilegur í samstarfi. Jón E. Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK segir að alltaf sé hægt að treysta því að Þórólfur styðji samstarfsmenn sína 100 prósent. „Hann hefur þróast í brejhtu þjóðfélagi sem hinn klári „biss- nessmaður" og náð miklum árangri í rekstri fyrirtækja og hvar sem hann tekur á munar um hann,“ segir Guðni Ágústsson. Þórólfur er almennt séð vinsæll innan fyrirtækisins en óneitanlega eru skiptar skoðanir um hann á Sauðárkróki. Skiptast menn þar í fylkingar og eru ýmsar kenningar á lofti um það hvernig á þessu getur staðið. Sumir segja að maður sem gegnir svona mikilli ábyrgðarstöðu geti ekki komist hjá því að verða umdeildur. Aðrir telja hreinlega að hann sé mis- skilinn, ekki síst vegna þess hve fáir þekki hann. Hann leyfi ekki mörgum að njóta persónu sinnar en þeir sem þekki hann beri honum vel söguna. I þriðja lagi má svo nefna að sumum Skagfirðingum kann að þykja KS og dótturfyrirtæki svo sterk að það standi öðrum fyrirtækjum fyrir þrifum. Jón telur að Þórólfi sé kennt um ótrúlegustu hluti og hann sagður stjórna ýmsu sem hann hefur ekki komið nálægt. „Menn gera óþarf- lega mikið úr þessu og kenna honum um margt sem ekki á við rök að styðjast,“ segir Jón. Þórólfur hefur alltaf gætt þess að láta ekki flækja sér í þrætur og togstreitu. Gallar Þórólfur er afskaplega dulur maður og lokaður og mætti gjarnan le)ha persónu sinni að blómstra og gefa sig meira að öðrum. „Menn halda að hann sé refur í sauðargæru og eru hræddir við hann,“ segir Guðni. „Þeir halda að það sé ekkert gaman að umgangast hann en það er ekki rétt. Hann gefur ekki af sér rétta mynd. Hann er ekki mikið fyrir það að vera á mannamótum og nýtur sín ekki í fjölmenni þannig að þeir sem ekki hafa náð vinskap hans eru ragir við hann eða hafa ekki álit á honum.“ Þórólfur er talinn langrækinn en getur þó fyrirgefið það sem gert er á hans hlut. Hann er ekki mikið fyrir það að skemmta sér og mætti bregða glensi meira fyrir sig. Hann þykir helsti til of ráðríkur og afskiptasamur, vill stjórna, hvort sem það er í fjölskyldunni, fyrirtækinu eða flokknum. Hann er kaupfélagsstjóri af gamla skólanum þó að hann hafi breytt KS í nútíma fyrirtæki. Áhugamál Þórólfur er áhugamaður um þjóðmál og viðskipti en vinnan er áhugamál hans númer eitt, tvö og þrjú. Hann er flokksbundinn framsóknarmaður, eins og áður segir, og þykir valdamikill innan flokksins. Þórólfur les bókmenntir, stundar útiveru og íjallgöngur. Hann hefur haft gaman af stangveiði en lítið stundað hana síðustu árin. Rennir þó stundum fyrir fisk úti á sjó. Þau eru mjög samrýnd hjónin og fara saman til útlanda einu sinni á ári. Þórólfur drekkur lítið áfengi, fær sér í mesta lagi hálft léttvínsglas með mat. Villir Æskufélagar Þórólfs eru Svavar Valtýsson, trystihús- stjóri hjá Skinney-Þinganesi á Reyðarfirði, og Sigurgeir Gunnarsson, sem er látinn. Þórólfur hefur mjög gott samband við systkini sín og maka þeirra. Meðal skólafélaga hans má nefna Olaf Friðriksson, skrifstofustjóra í landbúnaðarráðuneyt- inu, Jón Pálma Pálsson, bæjarritara á Akranesi, og Aðalstein Hákonarson, löggiltan endurskoðanda hjá KPMG í Reykjavík. Helstu samstarfsmenn Þórólfs eru Jón E. Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK, Sigurjón R. Rafnsson, aðstoðarkaup- félagsstjóri KS, og Agúst Andrésson, forstöðumaður Kjöt- iðnaðar hjá KS. Þórólfur er einn helsti stuðningsmaður og trúnaðarvinur Guðna Agústssonar landbúnaðarráðherra og Finns Ingólfssonar, forstjóra VJS. Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbanka Islands, er einnig einn af hans nánustu félögum. Af öðrum má nefna Vilhjálm Egilsson, alþingismann og framkvæmdastjóra Verslunarráðs Islands, og Davíð Oddsson forsætisráðherra en þeir Þórólfur eru þremenningar. BH 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.